Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 105
við Þórisvatnið fagurblátt og steingelt, því að í því þrífst ekki lif-
andi kvikindi og eru það álög Þóris; lækurinn úr því heitir Fiski-
lækur). Tróðið á baðstofunni hlífði timbrinu undir við fúa úr torf-
inu, en var annars, t. d. á útihúsum, notað í stað áreftis. Ofan á tróð-
ið kom nærþakið úr þurri undanskeru, og síðan var „myldað“, þ. e.
sett fremur þunnt moldarlag til að jafna og slétta. Moldin í þetta lag
var fínmulin og þjöppuð mátulega og sléttuð. Utan á moldarlagið
komu síðan eitt til tvö lög af torfi, og a. m. k. yzta lagið var látið
skara svo að vatn rynni ekki milli torfanna. Stundum var hafður
strengur í yzta lagið og skorinn með fláandi brúnum til að forðast
vatnsrennsli um samskeyti. Grastorf var jafnan yzt, og á það borin
mold eða afrak, og jafnvel kúamykja, til þess að koma rækt í og
varna því að þekjurnar brynnu af sól og þurrki. Þegar gömul þekja
fór að verðaholótt og óslétt var hún sléttuð, t. d. með torfljá, og sett
nýtt lag yfir. Þekjur urðu því með tímanum býsna þykkar. Vigfús
segir að þekjan á Utbaðstofunni hafi verið á aðra rekustungu á
þykkt þegar rifið var.
Ef til vil hefur Hlóðaeldhús verið elzt húsa á Hallfreðarstöðum.
Guðmundur frá Húsey lýsir í grein sinni Þjóðlíf-Þjóðhœttir í bók-
inn Að vestan húsakynnum á Uthéraði um 1870 og m. a. hlóðaeld-
húsi, sem hann tekur sem dæmi um ævagömul eldhús. Ekki kemur
sú lýsing alveg heim við lýsingu Vigfúsar á eldhúsinu á Hallfreðar-
stöðum, en svipar þó til hennar um margt. Veggir á Hallfreðarstaða-
eldhúsinu voru mannhæðarháir eða vel það. Meðfram þeim voru
stoðir upp undir sperrur, en engin lausholt eða vegglægjur. Við
aðrar hvorar sperrur voru þverbitar í veggjarhæð og manngengt
undir, en þó ekki svo hátt að manngengt væri undir bj óra sem lagð-
ir væru á bitana eins og Guðmundur segir að verið hafi í þeim æva-
gömlu eldhúsum sem hann skrifar um. Þvert á sperrurnar var árefti
sumpart úr birki og þar yfir tróð, lim og lurkar úr Þórisási. Eld-
húsið skekktist með tímanum og var rifið og rétt við um 1930. Þá
voru allir viðir í því ófúnir og notaðir aftur. Það var reykurinn sem
verndaði viðina, og Guðmundur segir að í gömlum eldhúsum hafi
mátt sjá svera birkiboli úr löngu horfnum skógum.
Þegar þeir Eiríkur og Vigfús voru að alast upp á Hallfreðarstöð-
um var fyrir löngu aflagt að elda allan mat frammi í hlóðaeldhúsi,
MULAÞING
101