Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 11
Einar og Solveig
Einar og Solveig búa á Eiriksstöðum 1762. Pau þóttu myndarhjón.
Einar var fæddur 1725. Orð fór af fegurð Solveigar, sem virðist hafa
valdið því, að kærastinn hennar var drepinn, því að aðra skýringu
tökum við nútímamenn ekki gilda á fráfalli Gunnlaugs en venjulegt
manndráp. Þau áttu fjóra syni og eina dóttur, og var Þorkell elztur
f. 1755.
Gunnlaugur dó ungur í bólunni 1786 „sérdeilis efnismaður 3^/4
álnir á hæð,“ segir kirkjubókin. Hann var þá á Skjöldólfsstöðum hjá
Þórði Hjörleifssyni. Guðmundur var barnlaus en bjó á Brú, og Ein-
ar bjó á Brú og gerðist mikill ættfaðir. Kristín giftist Sigvalda Ei-
ríkssyni á Hauksstöðum, Styrbjarnarsonar, og fór með honum í Ax-
arfjörð 1808. Bjuggu þá í Hafrafellstungu og eiga fjölda afkomenda
þar um slóðir og víðar.
Þorkell bjó á Eiríksstöðum. Hann átti Hróðnýju Pálsdóttur, Sig-
mundssonar, Ogmundssonar, Sigfússonar prests í Hofteigi, Tómas-
sonar. Móðurmóðir Hróðnýjar var Hróðný Árnadóttir frá Hnefils-
dal, Andréssonar, en hún hefur áreiðanlega verið dótturdóttir Hróð-
nýjar Eiríksdóttur frá Bót, konu Asmundar blinda á Hrafnabjörgum,
Olafssonar prests og skálds á Sauðanesi, Guðmundssonar d. 1608.
Þorkell dó 1810. Þau voru mjög vel metin hjón, Þorkell og Hróðný.
Bjuggu þau í Móðuharðindunum á Eiríksstöðum, og eru sagnir eða
orðspor um liðsemd þeirra við menn í þeim þjóðarraunum. Börn
þeirra voru, Guðrún, átti Jóhannes stóra, Jónsson úr Möðrudal, Sig-
urðssonar, og bjuggu þau fyrst í Klausturseli, þá Hrafnkelsstöðum,
en síðast í Fjallsseli og urðu geysilega kynsæl.
Solveig átti frænda sinn, Jón Þorsteinsson á Melum, Gunnlaugur
f. 1787 bjó á Eiríksstöðum.
Fyrirburður
í tíð Þorkels Einarssonar varð hinn merkilegi fyrirburður á Ei-
ríksstöðum; segir frá því í þjóðsögum og í engu frábrugðið því sem
hver maður sagði út alla 19. öld. En það var á jólanótt 1804 að
MÚLAÞING
9