Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 55
Séra Stefán flytur í Hof
Eins og getið er um í Islenzkum æviskrám er honum veitt Hof 29.
maí 1886, en mun ekki hafa flutt fyrr en vorið 1887, því að talið er
að hann hafi þjónað Mývatnsþingum 1886—1887.
Líklegast er að hann hafi flutt suður hingað með skipi, þó að á
þeim árum væru litlar skipaferðir með ströndum landsins. Hann
hafði mannmargt heimili, þau hjónin með sex börn og eina þjón-
ustustúlku. Hún var systir maddömunnar, hét Þórunn og var hjá
þeim öll árin að Hofi.
Stórgripir og fénaður var rekið suður. Maðurinn sem fylgdi fénu
hét Sigurður, var ungur maður. Hann vaktaði féð allt vorið og
fórst það vel úr hendi. Hann dvaldi hér eitt ár, en fór þá aftur til
sinna átthaga var mér sagt.
Séra Stefán flutti hingað í byggðarlagið afurðagott fé og vænt.
Fengu bændur hér hjá honum hrúta og stórbættu fé sitt með þeim
kynbótum, svo að segja mátti að tilkoma séra Stefáns með þennan
góða fjárstofn hafi orðið til mikilla bagsbóta á sviði fjárræktar hér,
enda var hann talinn hinn mesti fjárræktarmaður.
Vinnufólk fékk hann hér. Var sumt roskið, en vel vinnandi. Sjálf-
ur gekk hann í flest verk með fólki sínu. Heyskaparmaður var hann
ekki mikill; í slætti skóf hann svo næmt rót að lítt óx gras á næsta
ári.
Greiðamaður var séra Stefán þar sem hann tók það, ef vel var
að honum farið, og hjálpsamur hverjum sem átti erfitt með af-
komu, en sýndi góðan vilja um framtak til að bjarga sér. Ég skal
t. d. geta þess, að ungur maður hér í sveitinni varð um árs skeið að
hlíta því að vera í húsmennsku. En sú stétt manna sem varð að lúta
að því, mér liggur við að segja böli, var í raun og veru öllum stétt-
um í landinu ófrjálsari.
Bóndi í nágrenni við prest bjó á rýru dalabýli sem hann nú
vildi losna við. Kotið var kirkjujörð, en hann hafði ekki sagt því
lausu á tilskildum tíma, eða fyrir jól sem skylt var. Húsmanni þeim
sem áður getur hafði borizt þetta til eyrna, að Jón, en það var nafn
bónda, vildi losna við kotið. Fór þá Guðmundur (búsmaðurinn)
að hitta Jón og sagði honum hvað hann befði heyrt. Jón sagðist vilja
MULAÞING
53