Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 54
konu Páls Ólafssonar. Börn þeirra séra Stefáns og Malenu voru: Guðrún (f. 1.
sept. 1875), Sigsteinn (f. 7. des. 1877), Jóríður (f. 5. maí 1880), Sveinbjörn
(f. 5. ágúst 1882), Stefán (f. 22. júní 1884) og Guðný Eiríka (f. 5. marz 1887).
Æviskráin er tekin úr ritinu Islenzkir guðfræðingar eftir sr. Björn Magnús-
son, og er jiar hygg ég rétt frá greint dvalarstöðum í prestskap hans og svo
brottflutningi hans frá Hofi og þeim stöðum sem hann dvaldist á þar til
hann fór vestur um haf, og þá er getið barra hans, en þau fóru með honum
vestur nema tvær dætur hans sem urðu hér eftir, Guðrún, átti lengst af heima
á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, og Jóríður, á Egilsstöðum í Fljótsdal. Þær
giftust ekki og áttu enga afkomendur.
I þœttinum af Guðmundi Hjörleifssyni á Starmýri (í Múlaþingi
1967 ) minntist ég lítils háttar á séra Stefán Sigfússon, sem var eins
og fyrr segir prestur á Hofi 1886—1890, í sambandi við það að
hann útvegaði Stefáni Guðmundssyni á Starmýri til kaups fjöru-
stúf, sem áður hafði um skeið legið til Hofskirkju. Er fjörustúfur
þessi talinn í gömlum máldögum heyra til Starmýri. Jafnframt gat
ég þess að séra Stefán hefði ekki verið illa kynntur hér í Hofssókn
nema þá með lítilli undantekningu, en ekki í sambandi við prestverk
hans, drykkjusvall eða aðra óreglu og óreiðu í embættisverkum.
Hins vegar má vera að nábúakritur hafi þekkzt á milli samliggjandi
jarða ef báðir ábúendur voru grassárir. Er slíkt mannlegt, jafnvel
þótt prestar eigi í hlut. Aftur var öðruvísi háttað með Hálssókn sem
hann þjónaði sem annexíu. Þar logaði allt í óvild og uppnámi, og var
kennt um drykkjuskap hans og alls konar óreglu; verður því lýst
síðar í þessum þætti.
Ut af því sem ég minntist á í áðurnefndum þætti, að séra Stefán
hafi ekki verið illa séður af sóknarfólki í sinni heimasókn, þ. e.
Hofs, þá skrifaði mér frændi minn búsettur í Reykjavík, ættaður hér
að austan, en uppalinn í öðru héraði. Hann mun hafa kynnt sér að
einhverju leyti málastapp það sem séra Stefán átti í við ráðamenn
þar í Hálssókn. Mun hann, út frá því sem ég sagði, hafa litið svo á
að séra Stefán hafi átt málsbætur hér í syðra, í Hofssókn. Hvatti
hann mig til að skrifa þátt af séra Stefáni, er ég hefði kynnt mér
málavexti séra Stefáns og viðskipta hans við sóknarfólk þar í eystra
(Hálssókn), sem er að finna í þingbókum Suður-Múlasýslu 1889.
Er ég hafði þetta athugað lagði ég í að skrifa þennan þátt.
52
MÚLAÞING