Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 54

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 54
konu Páls Ólafssonar. Börn þeirra séra Stefáns og Malenu voru: Guðrún (f. 1. sept. 1875), Sigsteinn (f. 7. des. 1877), Jóríður (f. 5. maí 1880), Sveinbjörn (f. 5. ágúst 1882), Stefán (f. 22. júní 1884) og Guðný Eiríka (f. 5. marz 1887). Æviskráin er tekin úr ritinu Islenzkir guðfræðingar eftir sr. Björn Magnús- son, og er jiar hygg ég rétt frá greint dvalarstöðum í prestskap hans og svo brottflutningi hans frá Hofi og þeim stöðum sem hann dvaldist á þar til hann fór vestur um haf, og þá er getið barra hans, en þau fóru með honum vestur nema tvær dætur hans sem urðu hér eftir, Guðrún, átti lengst af heima á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, og Jóríður, á Egilsstöðum í Fljótsdal. Þær giftust ekki og áttu enga afkomendur. I þœttinum af Guðmundi Hjörleifssyni á Starmýri (í Múlaþingi 1967 ) minntist ég lítils háttar á séra Stefán Sigfússon, sem var eins og fyrr segir prestur á Hofi 1886—1890, í sambandi við það að hann útvegaði Stefáni Guðmundssyni á Starmýri til kaups fjöru- stúf, sem áður hafði um skeið legið til Hofskirkju. Er fjörustúfur þessi talinn í gömlum máldögum heyra til Starmýri. Jafnframt gat ég þess að séra Stefán hefði ekki verið illa kynntur hér í Hofssókn nema þá með lítilli undantekningu, en ekki í sambandi við prestverk hans, drykkjusvall eða aðra óreglu og óreiðu í embættisverkum. Hins vegar má vera að nábúakritur hafi þekkzt á milli samliggjandi jarða ef báðir ábúendur voru grassárir. Er slíkt mannlegt, jafnvel þótt prestar eigi í hlut. Aftur var öðruvísi háttað með Hálssókn sem hann þjónaði sem annexíu. Þar logaði allt í óvild og uppnámi, og var kennt um drykkjuskap hans og alls konar óreglu; verður því lýst síðar í þessum þætti. Ut af því sem ég minntist á í áðurnefndum þætti, að séra Stefán hafi ekki verið illa séður af sóknarfólki í sinni heimasókn, þ. e. Hofs, þá skrifaði mér frændi minn búsettur í Reykjavík, ættaður hér að austan, en uppalinn í öðru héraði. Hann mun hafa kynnt sér að einhverju leyti málastapp það sem séra Stefán átti í við ráðamenn þar í Hálssókn. Mun hann, út frá því sem ég sagði, hafa litið svo á að séra Stefán hafi átt málsbætur hér í syðra, í Hofssókn. Hvatti hann mig til að skrifa þátt af séra Stefáni, er ég hefði kynnt mér málavexti séra Stefáns og viðskipta hans við sóknarfólk þar í eystra (Hálssókn), sem er að finna í þingbókum Suður-Múlasýslu 1889. Er ég hafði þetta athugað lagði ég í að skrifa þennan þátt. 52 MÚLAÞING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.