Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 85
var mál til komið að fræðast af Vigfúsi um þessa jörð sem fóstraði
hann í 49 ár, þ. e. frá fæðingu og þangað til hann flutti 1963, í
Egilsstaðakauptún. — Hér eftir verða ekki nema stundum aðgreind
efnisatriði frá Vigfúsi, Elísi bróður hans og Eiríki.
Við fórum fyrst upp á klettahæð suðaustur af bænum og aust-
an Hallfreðarstaðalækjar. Þar heitir Skjólhlíð. Skjólshús eru beit-
arhús á samnefndum mel og dálítið tún í kring. Þaðan skyggndumst
við yfir landið, suður- og suðausturhluta Hallfreðarstaðalands.
Þarna er Hallfreðarstaðaháls skammt frá í suðvestri, langur og
grösugur, nokkuð vaxinn lyngi, víði og fjalldrapa, og harðvellis-
brekkur og ræmur meðfram hæðunum með aðalbláberjalyngi, grá-
víði, sem hefur þó þorrið mjög í seinni tíð eftir kal fyrir um 20 ár-
um, en óx áður í stórum flekum og einkenndi gróðurinn sérstaklega,
ljósgráa þursaskeggið stóð sig betur, þurrir harðvellisbakkar eru
þar, móar og hálfdeig mýrarhöll austan í hálsinum vestan lækjar-
ins. Reytingssamur var heyskapurinn á þessu landi og vart stund-
aður nema til að fá nærtækt hey handa beitarhúsafénaði og ekki
slegnir sömu blettir nema annaðhvort ár. Hallfreðarstaðaháls er
framhald af Heiðinni og nær út undir tún. Yzt á hálsinum er landa-
merkjavarða svipuð síðklæddri stelpu tilsýndar og heitir enda
Píka.
Túnið á Hallfreðarstöðum er á lágum ávala út af hálsinum og
hallar austur að læk og vestur að blánni.
Aðalkostur hálsins er beitin. Snjóþungt er á Hallfreðarstöðum
eins og víðast um úthérað, en á hálsinum rífur vel af hæðum og
kjarnaland. Þar voru því þó nokkur beitarhús og sum raunar af-
býli frá Hallfreðarstöðum tíma og tíma, jafnvel langtímum saman,
þótt af þeim fari óljósum sögum og sumum engum nema þeim sem
rústir segja og aska í jarðraski.
Jörðin Fremrasel mun áður hafa tilheyrt Hallfreðarstöðum, og
í eyðibýlaskrá Halldórs Stefánssonar (í 5. hefti Múlaþings) er
einnig getið Ytrasels, en ekki er kunnugt hvar verið hefur. Vigfús
heldur að það hafi verið æði spöl inni í hálsinum þar sem tættur
og garðalög eru undir svonefndum Hamri.
Af dyrahellu gamla bæjarins á Hallfreðarstöðum var hásuður
í Goðrúnarskarð í Brekkuöxlum og eyktamark skarðið. Vestan við
MULAÞING
83