Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 73
djöfullinn þinn.“ Átti hann við þjóninn, Björn Erlendsson. Sveinn
kannaðist við, að séra Stefán hafi einu sinni í ölæði látið í ljósi, —
en meiningarlaust — að einu sinni hafi hann ætlað að drepa Stefán
faktor, hefði hann komið fram fyrir búðarborðið. Þetta sagði Sveinn
Stefáni faktor, en segist hafa gert það prívat. En Stefán faktor heimt-
aði að Sveinn yrði látinn vinna eið að þessu. Hann krafðist þess
að vera viðstaddur í réttinum, því að annars mundi Sveinn ekki
vinna eiðinn.
Stefán faktor trúði Sveini ekki vel. Hann var aðkomumaður hér,
ég held úr Oræfum. Hann settist að á Djúpavogi, giftist konu þar úr
þorpinu, Elínu Jónsdóttur, systur Einars Jónssonar skó á Fáskrúðs-
firði. Þau áttu einhver börn. Sveinn þessi mun hafa þótt nokkuð
viðsjáll, eða það álit mun Stefán faktor hafa haft á honum. Því
vildi Stefán vera viðstaddur í réttinum svo að Sveinn sæi framan í
hann, þá hann ynni eið að þessum framburði.
Þetta launaði Sveinn Stefáni með því að hann strauk seinna til
Ameríku frá skuldum hjá Stefáni, og hafði Stefán ekki meira af hon-
um. En konan var send á sveit Sveins. Seinna sendi Sveinn henni
peninga svo að hún komst vestur til hans.
Næst mætir fyrir réttinum Ingibjörg Malmqvist veitingakona á
staðnum, er 65 ára. Hennar framburður er þannig: Eitt sinn voru
þau að tala saman, vitnið og séra Stefán, þá talsvert kenndur. Voru
þau að tala um trúarbrögð. Hún man ekki, ekki beinlínis, orðin sem
prestur sagði, en þau hnigu í þá átt að prestur væri ekki sterkur í
trúnni, því að hún man að hún sagði við hann þessi orð: „Það er
gagn að þér látið ekki ungmennin sem þér eruð að ferma heyra slíkt
til yðar.“ Svaraði prestur því þannig, að hann ætlaði að kenna þeim
allt það bezta. Prestur hefur, það hún man, tvisvar spurt börn í
Stekkunum og var hann í bæði skiptin ódrukkinn. Hann hefur verið í
Stekkunum um nætursakir og oft drukkinn, en aldrei sýnt af sér
nein illindi þar eða við hennar heimilisfólk. Fleiri upplýsingar get-
ur hún ekki gefið. Staðfestir framburð sinn löglega undirbúinn.
Mætti þá í réttinum Sigurður Malmqvist Hlíð. Framburður hans
er þannig: Hann man að móðir hans, Ingibjörg Malmquist, sagði
honum, að prestur í samtali við hana hefði látið í ljósi að hann væri
trúarveikur eða í þá átt, eins og hún hefur skýrt frá. Þetta sagði
MULAÞING
71