Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 199
verið sannur, Naddi gat verið sakamaður eins og séra Ingvari
dettur í hug. Hann gat líka verið hatursmaður Jóns og sögnin um
lengri vist í Skriðum spunnizt síðar, og hann gat einfaldlega verið
illgjarn lirekkjalómur sem hefði haft gaman af að hrella fólk og
koma því til að bendla sig við forynjur. Það hefur sjálfsagt verið
auðvelt þrekmiklum manni, og gaman að hrekkja bróður lögréttu-
mannsins í Njarðvík illilega. Haustmyrkur getur orðið ótrúlega
svart í Skriðum og umhverfið allt magnazt draugalegum óhugnaði
á síðkvöldi undir þungbrýndum klettum við svarrandi súg á skerj-
um neðan undir. Við slíkar aðstæður verður undarlega skammt til
yfirnáttúrlegra heima á hjátrúaröld — og jafnvel enn í dag.
Sumum þykir undarlegt ef kross skyldi reistur við veg á siða-
skiptatíma þegar framámenn kirkjunnar amast við slíku og jafnvel
brjóta þá niður. Nú mun það sannast sagna að ekki gengu siðaskipta-
menn jafnþrælslega á katólsk helgitákn og af er látið. Þeir gátu því
vel látið þetta tiltæki afskiptalaust, og vel má hugsa sér að Desjar-
mýrarprestar hefðu eins og aðrir „Naddatrú", sjálfsagt rammkat-
ólskir nema á stólnum. Naddatrúin var ekkert spaug, hélzt lengi og
jafnvel enn. Vel man ég það hve ömmu minni blindri, Olínu Sig-
urgeirsdóttur, var illa við krossleysið í Skriðunum 1924, er hann
laskaðist í roki, meðan Bóas tengdasonur hennar var að smíða nýjan.
Sá ótti sem hún ól í brjósti stafaði af þeirri trú sem ein út af fyrir
sig hefur nægt krossinum til ævinlegs viðhalds, þ. e. trúnni á endur-
komu Nadda. Hún var til og er enn til, og hún var hluti af Nadda-
sögunni í alþýðumunni í Borgarfirði í æsku minni.
Þá er loks komið að þriðja atriðinu varðandi aldur krossins, þeim
aldri og uppruna sem almenn trú í því efni (og ártalið svona innan
sviga) hefur haft fyrir satt. Þjóðsögur af yfirnáttúrlegri rót eiga í
því sammerkt með draugum og forynjum, að hopa þegar á er leitað.
Einhvern veginn finnst mér undarlegt þrátt fyrir allt, að krossinn og
Naddasagan skjóti svo djúpum rótum sem raun er á á siðaskipta-
tímanum og krossinn ekki drabbast niður þegar frá leið eins og aðr-
ir krossar við vegi, og undarleg er líka sú trú að krossinn sé eldri
en frá 16. öld (sbr. grein Páls Melsteðs hér framar) þótt hann væri
negldur niður í tímann með þessari sögu. Einnig er undarlegt að því
skyldi trúað að hann væri endilega frá katólskum tíma ef ekkert
MÚLAÞING
195