Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 158
Dalahelli og önnur suður í Borgarfjörð í Sesselj uhelli fram og upp
af Grund. Ketti og hvolpi átti að vera sleppt inn í einn hellinn, og
komu kvikindin út um hina, annað sviðið og hitt blautt. Myrkrið
inni og þessi þjóðsaga gerðu þetta að ævintýrastað í augum okkar
Borgarfjarðarstróka. Eitt sinn vorum við nokkrir milli fermingar og
tvítugs í vegavinnu í Skriðunum. Þá skriðum við inn í hellinn í mat-
málstímum með rekur og haka og mörg vasaljós. Við lýstum um allt
bergið og rótuðum í aurnum meðfram hellisveggjunum, en fundum
engin merki þess að ævintýragöng lægju þaðan inn í fjallið. Við
þessar aðgerðir missti hellirinn nokkuð af seiðmagni sínu. Þó væri
ómaksins vert að laga til í honum, moka burt aurnum sem hefur sigið
í opið, hreinsa til á hellisgólfinu og setja vegvísa að honum því að
ferðamenn kynnu að hafa gaman af að skoða hann.
4) Skriðuvík er syðst á Skriðnasvæðinu, eiginlega grunnt og breitt
gil mjög bratt. Vegurinn lá áður neðarlega um gilið, en var færður
langt upp í urð vorið 1933, og þar liggur bílvegurinn nú. Þar er
skemmra yfir, en ýmsum finnst hátt niður að líta, einkum af norður-
barminum. Þarna er snjóflóðahætt, og hafa orðið dauðaslys á mönn-
um af þeim sökum, tvisvar sem glöggar sögur fara af. I fjöruna
neðan við rekur mikið, en óhægt að ná rekanum nema af sjó.
A suðurbarmi Skriðuvíkur endar það svæði sem hér er tekið til
meðferðar. Þar tekur við Landsendi, nyrzta undirlendi Borgarfjarð-
ar.
Fjallsendann upp af Skriðunum hef ég séð kallaðan Skriðnafjall á
prenti, en minnist þess hins vegar ekki að hafa heyrt það nafn eða
annað í heimahögum, enda er þetta ekkert annað en blágrýtisgump-
urinn á Nesfjallinu. Hins vegar er sérstakt fjall 600 m á hæð upp af
svæðinu noröan við hinar eiginlegu Skriður. Það heitir Hádegisfjall
og veit að Njarðvik. Sunnan við það er dalverpi, Skriðnadalur.
Falla þar niöur lækir þeir sem grafið hafa Miðgil og Heimastagil.
Gróðri og jarðlögum kann ég ekki að lýsa á kunnáttusamlegan
hátt, en ekki dylst það leikmannsaugum að aðalbergtegundin er blá-
grýti. Á örfáum stöðum gægist þó fram líparít, t. d. milli Miðgils og
Heimastagils, í klettaskoru niður við sjó undan Krossgili og í svo-
nefndum Illabás lítið eitt sunnar. Orlítil marmaraaugu eru nokkuð
hátt í klettum upp af Skriðuvík og Landsenda, rauðir jaspissteinar,
154
MÚLAÞINQ