Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 4
2
MÚLAÞING
safna beri hærra en ella, enda ekki vanþörf á að vekja
okkur af löngum værðarsvefni um bennan bátt menning-
armála, sem tilfinnanlega hefur orðið útundan alltof lengi
á landsmælikvarða og bá ekki síst hjá okfcur hér á Austur-
landi.
Eg mun í bðssu spjalli breiða mig no'kkuð út fyrir aug-
lýstan ramma bessa erindis, 1 upphafi minnast á flokkun
safna og fyrstu stofnun hérlendis, svo og tæpa á löggjöf,
er þau starfa eftir. Síðan vík ég að bróun safna'mála hér á
Austurlandi, fyrst fram að 1970, eða til þess tíma að Safna-
stofnun Austurlands er komið á fót, og í framhaldi af því
gefa yfirlit um aðdraganda og ætlunarverk beirrar stofn-
unar og afskipti hennar og hugmyndir sem eru á döfinni í
stjórn hennar um málefni safna hér á Fljótsdalshéraði.
Þetta verður nofcikuð langur lestur, en ég tel nauðsynlegt
að rekja hér ýmis atriði úr fortíðinni til glöggvunar fyrir
umræðu okkar á eftir, þótt ég vænti þess að sú umræða
beinist fremur að framtíð en fortíð.
En víkjum nú að skiptingu safna eftir gerðu’m og ætlun-
arverki. Fyrst er þar að nefna bókasöfn (Library á ensku
eftir liber. sem er heiti bókar á latínu), en þau eru þdkkt
aftan úr grískri fornöld. Fyrsta opinbert bókaisafn hérlend-
is, Stiftsbókasafnið í Reykjavík, var stofnað árið 1818 og
þróaðist af því Landsbókasafn. Fáum árum síðar var stofn-
að amtsbókasafn á Afcureyri, og með lögum 1886 var opn-
að fyrir myndun amtsibókasafna í Stykkishólmi og á Seyð-
isfirði, og skyldu þau ásamt söfnunum á Akureyri og í
Reykjavík fá ókeypis eintök af öllum bókum útgefnum á
landinu. Munu þau réttindi hafa haldist allt fra'm á þenn-
an diag, síðar að viðbættu safninu á ísafirði og það þrátt
fyrir mjög breytta stöðu þessara safna, m. a. á Seyði’sfirði.
Annar flokkurinn eru skjalasöfn eða Archiv á erl. máli.
Opinber skjalasöfn fæddust af frönsku stjórnarbylting-
unni 1789 en bókasöfn gegndu sums staðar að nokkru hlut-
verki þeirra fyrir þann tíma. Hérlendis var stofnað til
Landsskjalasafns um 1880, sem síðar nefndist Þjóðskjala-