Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 100
98
MÚLAÞING
Bjarna Þorsteinssyni. Fram að þeirri stundu hafði ég vitað
á honum harla lítil deiii. Ég vissi að vísu, að hann var bróð-
ir Magnúsar í Höfn, hafði flust til Vesturheims og ort ein-
hver kvæði, því ég hafði heyrt Þorstein lesa kvæði eftir
hann einhvern t'ma á mannfiagnaði á Borgarfirði. Nú fékk
ég meira að heyra um þennan ’mann. Þorsteinn dró fram
ljóðabók hans og sýndi mér, kom þar að auk með vænan
bunka af bréfum, sem hann hafði skrifað heim að Höfn,
foreldrum sínum og bróður á fimmtíu ára skeiði, frá 1892
er hann kom til Kaupmannahafnar til ársins 1942, en þann
8. ágúst það ár er síðasta bréf hans dagsett í Winnipeg. Að
vísu eru í þessum bunka nokkur bréf frá honutn ódagsiett,
en ekkert þeirra mun yngra, flest þeirra frá áratugnum
1930-M0.
Mér var þegar ljóst, að hér væri efni, sem gaman gæti
verið að komast j nokkur kynni við og varð það til þess, að
Þorsteinn léði mér hvort tveggja ljóðabókina og bréfin til
frekari hnýsni.
Með í bréfabunkanum lágu allmargar úrklippur úr Vest-
urheimsblöðunum og höfðu að geyma ýmis af þeim ljóðum
Bjama, er þar höfðu birst. Auk þess voru þarna ’með all-
m'örg ljóð hanis á lausuim blöðum með eigin hendi höfund-
ar. Ljóð þessi hafði hann sýnilega stundum látið fljóta með
bréfum sínum heim.
Þessi litla samantekt er árangur af gluggi mínu í bréf
þessi og ljóðmæli.
Það má vera rétt, sem Gísli Jónsson segir, að Bjama hafi
ekki verið gjamt að kasta fram stökum í kunningjahópi,
en stökum kastaði hann fram engu að síður. Virðast mér
ummæli Gísla benda til, að hann hafi ekki átt þess kost
að kynnast bréfum Bjama. Að vísu er ekki að finna í bréf-
um hans þeim sem ég hef undir höndum, margar vísur, en
nógu margar til þess að sýna, að honum var engan veginn
ósýnt um að varpa fram stöku, ef svo bar undir.