Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 124
122
MÚLAÞING
í Grænlandi 1733—34, þar sem viðnámslaust fólik stráféll
hundruðum saman fyrir augum hans, án þess hann fengi
rönd við reist.
III.
Ljóð þau, sem hér eru birt eftir síra Bjarna Gizurarson,
eru öll varðveitt í handriti einu á Landsbókasafni^ Lbs.
838, 4to. í handriti þessu eru varðveitt ljóð frá síðustu 15
árum ævi hans. Fyrst eru brot úr tveimur ljóðabréfum, er
síra Bjarni sendi á árúnum 1708—9 Vilborgu Jónsdóttur,
konu Isleifs Einarssonar sýslumanns á Fellj. 1 Suðursveit,
en henni skrifaði síra Bjami 18 ljóðabréf á árunutn 1689—
1710. Þar sést, að óþurrkasamt hefur verið á Austurlandi
1708. Heyskapur hefur gengið illa langt fram í ágúst-mán-
uð. Af kvæðum síra Bjarna um Níels Hendriksson kaup-
mann má einnig sjá, að Reyðarf jörður hefur verið lokaður
af hafís fram eftir sumri. Kuldinn og óþurrkamir koma
einnig fyrir í Aminningarvísu hans þá bóla var komin í
hérað, en skýrast birtist þessi ótíð í kvæðinu: „Sláttur O'g
sjóferðir á Bóiusumri gengu bagalega á Austfjörðum“. í
því kvæði sést einnig skýrt, hvemig síra Bjarni túlkaði
þessa atburði sem lúthers'kur rétttrúnaðarprestur. Hann á-
lyktar (eins og eðlilegt var á þessu’m tíma), að ósköp þessi
ættu sér rætur í óhlýðni manna við Guð. Hann iítur svo á
að ljóst sé orðið, að „gózið valt“ kann ekkert megna „þá
guð vill hegna og ganga í rétt við sína þegna“. Bólan
„heldur skóla um héraðsgrundir“; hún er komin til að
leiða menn á braut iðrunarinnar til Guðs. Það þýðir lítið
fyrir íbúa Múlasýslu að reyna að standa á móti „ströff-
unar drottins hríslu“. — Þetta er harður lestur hjá síra
Bjarna, að segja sveitungum sínum, að bólan sé verkfæri
Drottins til að berja þá til iðrunar. í sjálfu sér er þetta
hreinn útskúfunarboðskapur fyrir veikar sálir. Venjuieg-
ast hafa menn þó getað huggað sig við það meðal krist-
inna þjóða þess tíma að sökin hafi kannske meira verið
náungans heldur en þeirra sjálfra. Og kannske menn hafi