Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 178
176
MÚLAÞING
jarðvegur nokkuð farinn að þéttast af mosa milli steina
neðan til, en ofan til á kumlsvæðinu er enn laus mold, að
nokkru hulin malarsalla.
Engu hrófluðum við á fundarstaðnum, en leituðum
gaumgæfilega að smáhlutum, sem kynni að hafa blásið
frá, þannig að þeir lægju á yfirborði. Með okkur í för voru
þeir Aðalsteinn Aðaisteinsson, 14 ára, Snorri Aðaisteins-
son, 13 ára og Kjartan Stefánsson, 11 ára, og tóku þeir
þátt í þessari leit af miklum áhuga.
Leitin bar þann árangur, að tvær svartar glerperlur
fundust á yfirborði. Lágu þær innan um smámöl, sem
mosi var farinn að þétta neðan til á kumlsvæðinu. Bruun
segir: ,.Að auki komu í ljós 35 glerperlur . . . “ þannig að
alls hafa því fundist 37 perlur úr kumli þessu.
Nokkra ijósleita og núna smásteina fundum við einnig,
svo og ryðklump, ca. 1,5x1,5 cm að flatarmáli og 2—3 mm
þykkan. Lögðum við þessa hluti á mitt svæðið, þar yfir
þr'sprunginn, flatan stein og efst stóra hellu, en perlumar
verða fluttar í Þjóðminjasafnið.
A næstu hæð niorðaustan við kumlið, ca. 20 m hærra uppi
en fcumlið sjálft, fundum við hleðslugrjót, sem er smám
saman að koma út úr rofabarði. A melunum neðan barðs-
ins eru nokkrir steinar í hrúgaldi.
Er þar vafalítið um að ræða leifar af karlmannskumli
því, sem fannst á þessum stað 1918 (Kristján Eldjárn 1956.
Kuml og haugfé bls. 170), en hleðslan í rofabarðinu gæti
verið annað hvort úr byggingu eða úr þriðja kumlinu, sem
þá er enn órannsakað.
Grjótið í rofabarðinu er örugglega þangað komið fyrir
árið 1362, því að ljósa Öræfajökuls-öskulagið frá því ári
li'ggur alllangt yfir hleðslunni. Ljósa Heklulagið frá 1104
liggur einnig að öllum líkindum yfir hleðslunni, því að
lagið sést í barðinu milli steina, og virðast þeir ná niður
úr því.
Staddur á Vaðbrekku 8. ágúst, 1975.
Stefán Aðalsteinsson.