Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 116
114
MÚLAÞING
Snjóað hafði um nóttina í logni og var kominn ökklasnjór
í byggð og dreif niður snjó en sama lognið var á.
Engu að s;ður vorum við ákveðnir í að leggja upp, enda
gerðum við ráð fyrir að veðrið skánaði og héldum af stað
frá Eiðutn um dagmálabil um morguninn. fórum upp hjá
Ásgeirsstöðum og tókum þaðan stefnuna um Vegarhraun
og Hálsa og ætluðum sem leið lá um Stafdal til Seyðis-
fjarðar. Alltaf mullaði niður snjónum en við héldum ótrauð-
ir áfram för oikkar.
Er við vorum komnir austur á svo nefndan Þrívörðuháls,
dálítið austan við Vegarhraunin. var ófærðin orðin slík, að
aldrei va,- minna en í hné og miög vont að fara. enda var
hvergi hjarn undir nýsnævinu, svo alls staðar óð niðrúr
snjónum. Að sa'na skaoi sóttist ferð okkar seint. Og dag-
urinn le’ð og slfelit snjóaði en alltaf hélst sama hægviðrið.
Þegar við sáum hve seint gekk og við myndum lenda í
myrkri ákváðum við að breyta um stefnu og stefna inn
bakvið Hálsabrúnirnar og reyna að ná að s;malínunni á
Fjarðarheiði. bví hún var þó öruggur vegvísir að styðjast
við. Snerum við bví á þá leið og þæfðum áfram ófærðina
vongóðir um að udd stytti. Alltaf hélst hægviðrið, en þó
fundum við aðeins andvara á eftir okkur en ekki var hann
svo miikill, að hann hreyfði lausasnjóinn. Frostlaust var
og bræddu’m við ofan í okkur er við köfuðum mjöllina,
urðum við því blautir.
Svona ömluðum við lengi inn Hálsabrúnir og var nú
orðið dagsett fyrir löngu og töldum við að vegurinn og
símalínan á Fjarðarheiði væru ekki langt undan. Komum
við nú á sléttan blett, stönsuðum þar og bárum saman
okkar ráð. Með því að félagar mínir voru hér á ókunnum
slóðum kom á mig að reyna að átta ’mig á, hvar við værum
sitaddir. Taldi ég að við værum við svo nefnd Snæfell, sem
eru tvö á Fjarðarheiði, hið nyrðra á norðurbrún hennar,
Sikammt utan við veginn, en hitt nokkru austar, og hélt ég
að við værum á milli Snæfellanna.
Héldum við nú aftur á stað, en ekki höfðum við langt