Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 123
MÚLAÞING
121
illa staddir vegna mannleysis. Kotn þá fiskilest lögmanns
að norðan, þó aðeins með einum manni og lánspilti, því
að hinn maðurinn hafði veikzt. „I þessu ráðaleysi fór fiski-
lest lögmanns vestur, hin beið eptir í geymslu lánspiltsins,
en lögmaður reið frá Slítandastöðum með þá 2 fylgdar-
menn, Hálfdan vanmegna eptir bóluna og hestadrenginn
Einar til einskis færan eptir sóttina. Þó vildi hann heldur
draga þá með sér heim, ef mögulegt væri, en að þeir skyldi
að nýju af vanefnutn fólks og órækt sýkjast aptur. Secreter-
inn (þ. e. ritari jarðabókarnefndarinnar: Ámi Magnússon)
fylgdi honum á veg, og er þeir komu til Staðarstaðar stóðu
þar 2 Qiík. Þeir gengu til kirkju og gerðu bæn sína. Þá þeir
stóðu upp var komið hið þriðja lík. Þar bjó þá prófasturinn
séra Þórður Jónsson, biskups Vigfússonar. Hann var að
þjónusta sjúka, og því ekki heima. Kvinna hans Margrét
Sæmundsdóttir er nýlega uppstaðin var úr bólunni og
mjög með vanmætti, kom að gegna gestununi og þá er hún
fylgdi þeim til bæjarins kom hið fjórða lík. Þeir töfðu mjög
litla stund í bænum og er þeir gengu út kom hið fimmta
lík til kirkjunnar, og 'á meðan þeir stigu á hestbak kom hið
sjötta líkið. Öll þessi dvöl varaði þó ei yfir hálfa eykt eður
IV2 klukkustund“.
Þannig var hið átakanlega ástand, hvarvetna um landið,
er bólan stóð sem hæst. Og þannig hefur ástandið einnig
verið austan lands, er bólan stóð sem hæst. Líkin hafa verið
borin til kirkjunnar hver af öðrum og upp úr veikindunum
hafa staðið menn og konur, merkt óafmíáanlegum örum
eftir útsprungnar bólur. Séra Bjami segir um það á einutn
stað: „Meinin leggur á menn og frúr / og markar um ævi
langa“. Álykta má af ýmsum heimiildum um bólusóttir á
18. öld, og undirritaður hefur haft aðgang að, að þeir 20
Skriðdælingar, sem bólan lagði í gröfina hafi flestir dáið
á einum eða tveimur mánuðum. Bólan var yfirleitt fljót að
verki, er hún réðist á varnarlaust fólk. Eitt ’mesta ógnar-
dæmið frá norðurhjara veraldar um dauðsföll af völdum
bólusóttar er dagbók Hans Egedes yfir bóluveturinn mikla