Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Qupperneq 74
72
MÚLAÞING
Hjörleifsdóttir prests á Hjattastað Þorsteinssonar, systir
'síra Einars í Vallanesi; en frægt á sinni tíð feversu Magnús
Pálsson frá Valþjófsstað, mágur síra Hjörileifs, bar honum
söguna 1 lífshisitoríu sinni. Gunnlaugur, son þeirra hjóna,
varð stúdent og rithöfundur, lengst búsettur í Kaupinböfn.
Átti hann danska konu en eigi börn, og eru um hann sögur,
sem margan góðan efnivið, er lítið verður úr. Ekki verður
slíkt talið hér, en minnt á hugsanfegt samband veiklyndis
hans og vafsturs og þess, er Magnús Pálsson segir um refjar
síra Hjörleifs afa hans.
Þegar um vorið eftir dauða síra Þórða-r fekk síra Bene-
dikt Þórarinsson Ás, en hann hafði þjónað Mýrarstað í
Borgarfirði frá því, er síra Þórði tókst að kotnast þaðan
inn til Héraðsiins 1831, e:n áður verið aðstoðarprestur sira
Áma Þorsteinssonar í Kirkjubæ í 10 ár. Síra Benedikt
var fædidur á Myrká í Hörgárdal vorið 1795, son síra Þór-
arins sálmaskálds þar Jónssonar. Eftir síra Þórarinn er m.
a. sálmurinn Dagur austurloft upp ljómar, sem nú er horf-
inn úr sá'lmabók, og er þar engan sálm að finna framar frá
síra Þórami. Síra Benedikt lærði skólalærdóm hjá föður
sínium, sem þá var ikominn að Múla í Aðaldal. í Kirkjubæ
kynntist hann fyrri konu sinni, Sigríði Einarsdóttur frá
Hrafnsgerði. Hafði hún áður átt son með Sigfúsi syni síra
Árna | Kirkjuibæ, er varð aðstoðarprestur síra Salómons
á Dvergasteini, en drukknaði neðan við Fossinn í Lagar-
fljóti 1822. Son þeirra Sigríðar, Hallldór, fiæddur 1815,
drukknaði á sama stað, þá stúdent á Hallfreðarstöðutn og
hafði fengið veitingu fyrir Hofteigi. — Börn síra Benedikts
og Sigríðar voru síra Jón 1 Saurbæ á Hvalf j arðarströnd og
Björg, er átti Lúðvík Schou verzlunarstjóra á Húsavík, en
af þeim segir Jón Helgason ritstjóri í fyrstu bók sinni Vér
íslands börn. — Síðari kona síra Benedikts var Þórunn
Stefánsdóttir prests á Valþjófsstað Ámasonar prests í
Kirkjubæ. Voru synir þeirra Páll bónidi, síðast á Höskulds-
stöðum í Breiðdial, Halldór á Skriðuklaustri og Gísli á
Ormarsstöðum í Fellum. — Síra Benedikt sat Ás í 14 ár