Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 48
46
MÚL AÞING
skrám er hann talinn hafa verið u:ppi á 11. öld. í Land-
námu segir, að hann hafi fyrir sagt héðan um landnám l)
þ. e. í Austfjörðu’m. Var'la hefði hann verið kallaður inn
fróði, ef hann hefði efcki bæði verið læs og skrifandi. Það
er því sennilegast, að hann hafi skráð frásiögn sína um
landnámið þó handrit hans sé nú glatað eins og önnur
handrit frá þeim tímum. Raunar segir í Landnámu, að
hiann hafi „sagt um landnám“, sem gæti 'bient til þess, að
hann hafi elkki skráð frásögn þessa, heldur sagt öðrum frá
henni. Þar eð Ari fróði (1067—1148) ex almennt talinn
höfundur Landniám'u kemur til athugunar hvort Kol-
skeggur hafi sagt honum um landnámið í Austfjörðum.
Samkvæmit hinum tilbúnu ártölum um tilvistarár Kol-
skeggs (1030'—1090) er að vísu mögulegt, að hann hafi
sagt Ara fróða um landnámið. En þessi tilbúnu ártöl eru
auðvitað eikki rétt, svo munað getur a. m. k. einum til
tveimur áratugum. Það er iþví jafnvel eins líklegt að Kol-
skeggur hafi ekki lifað til 1090, heldur dáið áður, og þá
'minnka líkurnar fyrir því, að hann hafi sjálfur vexið sögu-
maður Ara. Sipumingin er þá sú. hver hafi sagt Ara ‘frá-
sögn þá, sem kennd er við Kolsfcegg. I Íslendingabók
minnist Ari fróði ekki á Kolskegg, en minnst er þar á
systurson hans, Hall Órækjuson. í formála Jdns Jóhannes-
sonar við Mendingabók, útgáfu Hásfcóla fslands 1956, segir
að heimildarmenn Ara fróða um Austfirðingaf jórðung hafi
verið þeir Hallur Órækjuson og Oddur Kolsson. Þó ís-
lendingabók geti aðeins óþverrálegs níðingsverks af Þor-
valdi nokkrum kroppinskeggja, sem hafi brugðið siér til
Austfjarða til þess að brenna þar inni Gunnar bróður sinn,
og bæti þar við: „Svá sagði Hallur Órækjuson 2)“, þá er
ekki þar mieð sagt, að Hallur hafi ekki kunnað frá fleiru
að segja. Það rýrir að vísu sannleiksgildi Landnámu um
landnám í Ausitfjöirðum, ef einhver annar en Kolskeggur
1) ísi. sögur I, 184.
2) Sömu rit, I, 4.