Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 126
124
MÚLAÞING
ar hefði verið frekar lítill hjá Skriðdælin,gnm; einknm þeg-
ar horft var á þau héruð landsins, þar sem þúsundirnar féllu
því segir síra Bjarni: „Veit eg nokkra von til þeiss / að vér
séum öðrum betri“.
En hvað er það þá, sem bólan vildi kenna Skriðdælum
sem skólameistari Guðs almáttugs. Fyrsta lexían var auð-
vitað iðrimin, þar sem menn áttu að l'áta af illum verkum.
Síðan áttu sveitungarnir að taka upp krosis sinn og fylgja
frelsaranum sem gekk götu þjáninganna á undan okkur
og leið ennþá meira fyrir syndir ofekar sem hann endur-
leysti ofekur frá tneð þjáningum sínum. — Aminningarvísa
þá Bóla var komin í hérað er falleg prédikun, sem minnir
einna mest á Passíusálma Hallgrimis Pétursisonar. Upphafið
er hvatning til fólksins að leita Drottins í bæn vegna ó-
þiurrka og hólu (v. 1—6). Síðan fjallar skáldið um „benjar
Krists“ á Mknimgamáli. Hann líkir þjáning'Um Krists við
þjáningar Skriðdælinga. Bóluörin á líkamanum áttu að
minna þá á „sár isionarins góða“, þ. e. Krists (v 7—-9).
Hverjum manni mega sætna þau kjör þjáninganna, sem
sonur guðs fékk að reyna (v. 10—12). Varast skal maður að
líkja eftir gjálíf’smanninum, sem eyddi lífi sínu 1 óhófi
heimsins, en drakk dapra dauðans iskál fyrr en varði (v.
13—14). Er síra Bjami hefur boðið lesendum sínum að bera
„blessaða líkingu benja Krists“ með þolinmæði, þvf að þá
muni oss seinna verða viss „vegur og himnagæði“ (v.
15—16), þá líkir hann að lokum sálinni við 'mann, sem
bíður í fjörunni eftir bátnum, sem flytja á hann yfir á
ströndina hinum megin. Það er akki margt í þessu kvæði,
sem bendir til að gamla manninum (87 ára) sé farið að
förlast hugsunin. — Þá er ekki síðra Aminningarljóðið þá
stóra bóla tók að nálgast Austfirði 1708. Það er dýrt kveðið
undir ævagömlum dróttkvæðum hætti: núfuhætti eða
hnúfuhætti. sem hefur að sértkenni hina einkennilegu hnúfu
í 5. og 6. vísuorði: „ef þeir líða / en ég veit þeir líða“. Þar
tekur hann til meðferðar öll fyrmefnd atriði. Þetta kvæði
er ort til að undirbúa Skriðdæli undir hið mikla fár,