Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 107
MÚLAÞING
105
gjöra meira að því, hvorki get það né vil“, segir hann í
bréfi til móður sinnar sem ritað er í mars 1919. En með
þessu bréfi hafði hann lagt úrklippu úr Lögbergi með kvæði
eftir sig, og getur þess um leið, að e. t. v. hafi þau séð
þetta þegar og fleira með sínu tnarkg ef þau fái þá Lögberg
með sikilum.
Þe'tta er það fyrsta sem ég hef fundið í bréfum hans um
sinn eigin kveðskap. í þessa veru eða ámóta víkur hann
stöku sinnum að kveðskap sínum, en ekki ella.
Þorsteinn í Höfn, faðir Bjarna andaðist árið 1916 en
Anna móðir hans árið 1920, og sýnt er, að Magnús bróðir
hans hefur hvatt hann til að yrkja eftir þau, því Bjarni
segir í bréfi til hans frá 18. maí 1921:
,,Þú minnist á, að ég hefði átt að semja eftirmæli eftir
þau. Og ég hefði gjarnan viljað gjöra það, en því ’miður
finn ég að ég get ekki samið neitt sem hæfilegt sé . . . Því
þó ég hafi hnoðað saman nokkrum vísum, þá eru þær állar
einskisvirði, eins og flest af því sem ort er á ísilensku hér
vestan hafs ... Ég sendi þér nokkrar hendingar; ekki með
þeirri hugsun að þær séu boðlegar, heldur svo þú sjáir að
ég hef gjört tilraun. Væri best að brenna þær og láta engan
sjá“.
Sýnilegt er að Magnús í Höfn hefur viljað láta prenta
eftirmæli bróður síns eftir foreldra þeirra_ því á síðustu
síðu í bréfi, er Bjami ritar honum 24. maí 1922 hefur hann
Skrifað utan máls á spássíu:
„Eg vildi heldur að þú létir ekki prenta vísurnar. Þær eru
einskisvirði fyrir ókunnuga og samsvara ekki kröfum tím-
ans“.
Þótt kveðskapur Vestur-ísilendinga fengi harðan dóm í
bréfinu frá 18. maí 1921 átti hann ekki við alla íslenska
ljóðasmiði vestur þar, því j sama bréfi siegir Bjarni:
„Þú hefir líklega séð „Bóndadóttur" Guttorms frænda.
Hún er nú ekki stórvaxin, en það eru „góðar taugar“ í henni.
Ég veit þú hefir séð „Andvökur“ St. G. Sth. Þar er skáld-