Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 55
MÚL AÞING
53
leið mundum við vera, þótt útséð væri um það að við næð-
um út í kaupstað um kvöldið.
Ekki var leiðin beinlínis greiðfær eftir að snjónum
sleppti, stórgrýtisurðir sem lömbunum gekk illa að fóta
sig á, enda orðin þreytt og svöng. Farið var að skyggja
þegar við loks ko’mumst á giras. Tóku lömbin hressilega til
matar síns. Dvöldum við hjá þeim æði stund á meðan þau
voru að fýlla sdg, en brátt fóru þau að leggjast og jórtra
hvert af öðru. Yfirgáfum við þá hópinn og lögðum á stað
út dalinn í leit að næturstað. Báðir vorum við ókunnugir í
Norðfjarðarsveit. Einu sinni hafði ég komið til Neskaup-
staðar og þá með skipi. Sama var um Sigbjörn að segja.
Hann var þar ókunnugur með öllu. Urðum við því að styðj-
ast við það sem oikkur hafði verið sagt um staðhætti þama.
Okkur hafði verið tjáð, að næsti bær við Fönn væri Fann-
ardalur. Þar byggi bóndi sem Jósep héti og kallaður Jósep
Axf jörð eða Axfirðingur. Hafði hann áður fyrr átt heima á
Fljótsdalshéraði, síðar bóndi á Felli í Vopnafirði nokkur
ár, en hefði síðar keypt jörðina Fiannardal og byggi þar nú
með ráðskonu isinni, sem væri uppeldisdóttir hans að
nokkru leyti, Ragnhildur að nafni. Væri Jósep þessi nokkuð
forn í skapi og vildi fara sínu fram, hvað sem aðrir hefð-u
um það að segja. Þetta vorum við bræður að rifja upp fyrir
okkur á leið okkar út dalinn, því allar líkur voru á því að
nú yrðum við að reyna á þegnskap þessa manns um nætur-
gistingu og skeyta engu söguisögnum sem við höfðum heyrt,
að gestrisni hans gæti borið til beggja vona.
Ekki höfðum við lengi gengið er við urðum þesis varir,
að 'mannabústaður mundi ekki langt undan. Hundgá barst
okkur til eyrna og ljós í glugga bar fyrir augu. Brátt kom-
um við á bæjarhlað og kvöddum dyra. Leið ekki löng stund
þar til m-iðaldra kona birtist í dyrum. Töldum við víst, að
þar væri Ragnhildur ráðskona á ferð. Sögðum við deili á
okkur og ferðalagi og vildum fara fram á næturgistingu.
Fannst mér þetta koma eins og flatt upp á konuna og hún
fara eins og hjá sér, en segir svo, að því réði húsbóndinn,