Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 90
88
MÚLAÞING
sonar á Melum í Hrútafirði og Guðrún, er átti Eggert Bene-
diktsson í Laugardælum í Flóa, en dóttir þeirra, Benedikta,
kona síra Sigurðar prófasts á Bergþórsihvoli Haukdals,
Eftir burtför síra Bjama vígðist síra Þorvaldur Asgeirs-
son að Þingmúla. Sat hann þar tvö ár, en hafði þá brauða-
skipti við síra Þorgr.'m Arnórsson í Hofteigi. Þar sat svo
síra Þorvaldur lengst af prestskap sínutn o>g var vinsæll og
búhöldur góður. Síðast var hann í Steinnesi í Þingi. dó
1887, aðeins liðlega fimmtugur. Fyrri kona hans var Anna
Katrín Þorsteinsdóttir í Reykjavík. Slitu þau samvistir og
giftist frú Anna síðar Sigfúsi bóksala Eymundsen. Síðari
kona síra Þorvaldar var Hansína Sigurbjörg dóttir síra
Þorgríms Arnórssionar. Settust börn þeir.ra að á Hjalta-
bakka á Ásum og Blönduósi.
Síra Þorgrímur, sem nú kom að Þingmúla, var Húnvetn-
ingur og dótturson síra Björns í Bólstaðarhlíð Jónssonar.
Á hann því frændur marga og merka, en síra Bjöm var kyn-
sæll mjög. Sat síra Þorgrjmur, stór vexti, búmaður og efn-
aður, hispurslaus og vel látinn, 16 ár í Hofteigi en frá 1864
til dauðadags á 3. dag jóla 1868 í Þingmúla. Sögur lifa eystra
um það, að hann væri tiltakanlega lítill ræðumaður og getur
eitthvað verið hæft í því. En hann var mikill bóndi, hafði á
tíunda hundrað fjár í Múla og víst eigi kotbú í Hofteigi.
Þar efra er til gríðarstór hökull, sem á að vera saumiaður á
síra Þorgrím, skósíður á smávaxna presta, en um legg á
þeim eina Hofteigspresti, sem hann hefur borið á seinni
árum. a. m. k. frá 1908.
Hér að framan var getið um leiði síra Þorgríms í Þing-
Vnúlagarði. Mynd af hinum trygga hundi er við fótstykki
járnkrossins. Er það sönn minning þessa heiðursmanns,
stórbónda og dýravinar — í fádæmi sínu.
Varð nú prestlaust í Þingmúla á þrettánda ár. Hafði slíkt
ekki borið við j sögu staðarins undir hinu forna kulnaða
eldfjalli síðan á siðskiptatímanum. Til þjóðhátíðarhald-
anna á Hallormsstað kom því enginn Múlaprestur. Staður-
inn í hinni litlu sókn í innanverðum Skriðdalnum beið enn