Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 37
MÚLAÞING
35
ralnma, ok fylgdi henni heiman öll in nyrðri iströnd Seyðis-
fjarðar til Vestdalsár. Isólfr hét sonur Bjólfs, er þar bjó
S’ðan ok Seyðfirðingar eru frá komnir“.l) Enn segir í Land-
námubók, að Bjólfur hafi verið fóstbróðir Loðimunidar ins
gamla og að þeir hafi farið til íslands af Vors og Þulunesi.2)
Hér er ekki mikið sagt, en ætla má. þó, að frásögn þessi
sé nokkuð rétt, þar eð' afi sötgumanns var sonarsonur Isólfs
Bjólfssonar, svo sem nánar mun sagt verða. Aðrar frásagn-
ir um landnám í Austfjörðum eru varla siannari en þessi.
Landnám Bjólfs er ýmist nefnt Seyðisfjörður 3), Seyðar-
fjörður 4) eða Sauðarfjö-rður 5). í íslensku fornbréfasafni og
í Alþingisbókum Íslands er fjörðurinn nefndur Seyðarfjörð-
ur og toun svo hafa verið fram á 17. öld. Síðan hefur fjörð-
urinn jafnan verið nefndur Seyðisfjörður 6).
Nafnið Sauðarfjörður gæti, út af fyrir sig, verið dregið
af orðinu sauður, sbr. Sauðanes Sauðafeill O'. ®. frv. í fom-
um ritum va.r au stundum ritað í staðinn fyrir ey og er það
sennilega skýringin á nafninu Sauðarf jörður m. ö. o., að það
sé í rauninni Seyðarfjörður. Þess er eirmdig að gæta, að
seyð finnst ekki | málinu dregið af sauð.
I Omefnaskrá Seyðisfjarðar er minnst á fiskseiði og að
nafnið sé myndað af því, að fjörðurinn hafi verið fullur af
fisiki og síld. Þá er minnst á það, að nafnið sé dregið af að
sjóða og að fjörðurinn hafi bókstaflega soðið af síld til
forna. Einnig er á það minnst, að sumir fommenn hafi
framið athöfn þá, er sieiður var nefndur, og þess getið, að
Sigfús Sigfússon, sagnaþulur hafi viljað tengja nafn fjarð-
arins við þessa athöfn. Loks er á það minnst, að mönnum
1) ísi. sögiur I, 186.
2) Samiu rit, I, 184.
3) Sömu rlt, I, 186.
4) Sömu rit, I, 271 og 181.
5) Söaniu rit X. 141 og 283.
6) í manntalinu 1703 er fjörðurinn nfefndur Seyðisíjörður.