Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 49
MÚLAÞING
47
hefur flutt fróðleik hans til höfundar Landná’mu. Hafi þetta
verið á þennan veg, er sennilegt að HaHur, systursonur
Kolskeggs hafi gert það, sbr. það, að hans er getið í Islend-
ingabók. Báðir voru afkomendur hinna fyrstu Seyðfirðinga
og því kunnað betri skil á landnámi a. m. k. 1 Seyðisfirði
en aðrir.
Að lokum skal þess getið, að mikið má það vera,
ef Kolskeggur hefur ekkert skráð um afa sinn og bræður
hans. Sennilegt er það, að það, sem frá þeim Þorkeli og
Þorleifi er sagt og áður er að nokkru getið, sé eftir Kol-
sikeggi haft, enda var vart öðrum til að dreifa, sem betur
máttu vita, en nú finnast engar heimildir fyrir þessari til-
gátu. Ekki er kunnugt um heimili Kolskeggs. Frændur
hans virðast hafa haldið sig á Austurlandi sibr. systurson-
arson hans, prestinn í Hofteigi. Hafi Kolskeggur búið á
Austurlandi, er eins líiklegt. að það hafi verið í Seyðisfirði,
en þar biuggu forfeður hans.
Svo sietn fyrr getur átti Kolskeggur systur, sem Ingileif
hét. Hún átti Óræk.ju Hólmstemssion 1).
7. Halilur (1070—1130) var sonur Ingileifar 2) og Órækju.
Hann átti Álofu, isem var dóttir Þórörnu Sigmundsdóttur 3).
Þess er áður getið. að Ari fróði nefnir hann í íslendinga-
bók.
8. Finnur, d. 1145 4) var sonur Halls og Álofar. Sam-
kvæmt reglunium um tilgátur ártala, sem hér hefur verið
fylgt hefði hann átt að vera uppi 1100—1180. Sennilega
var hann fæddur eitthvað fyrir 1100. Finnur átti Halldísi
Bergþórsdóttur, bróðurdóttur Hafliða Mássonar 5) Finnur
var lögsögumaður 1139—1145 6). Það er mögulegt, að hann
hafi átt einhvern þátt í samantekt Hafliðaskrár, og að það
1) ísl. ærvistenár, F í, bls. 10.
2) ísl. söglur, I, 181.
3) Sömu riit, I, 232.
4) Annáíiar.
5) Sturiluinigiaslagia I, 42.
6) ísl. æviskrár F f, 10.