Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 40
38
MÚLAÞING
Þorvaldar holbarka Ásröðarsonar 1). Hvort heldur var er
óvíst, ein skiptir ekki öllu tnáli. Það mætti huigsa sér, að
tilvistarár þessara manna hafi verið eitthvað nærri þessu:
Þórarinn 960—1020, faðir hans, Ásbjörn loðinhöfði 930—
990_ ísólfur faðir eða tengdafaðir Ásibjarnar 890—950 og
Bjólfur, faðir ísólfs 860—-920.
Seyðisfjörður er því sennilega numinn um aldamótin 900
eða á fyrsta tug 10. aldar.
IV.
Hvergi er þess getið, hvar Bjólfur reisti bæ sinn í Seyðis-
firði. Af frásögn Landnámu 2) má þó örugglega ráða það,
að bær hans hefur efeki verið á norðurströnd fjarðarins,
austan Vestdalsár, vegna þesst að sá hluti landnámsins
fylgdi Helgu dóttur hans, þegar hann gaf hana Áni inum
ramma. Fyrsti bærinn í Seyðisfirði hefur því annað hvort
verið í Firði eða einhverssftaðar á suðurs'trönd fjarðarins.
Flestir þeir, sem þekkja staðhætti í Seyðisfirði, álíta vart,
að landnámsibærinn hafi verið annarsstaðar en í Firði.
Á suðurströndinni heitir einn bærinn Þórarinssitaðir.
Bær þessi er ekki alls fjarri miðju þess landnáms Bjólfs,
sem eftir var, þegar hann hafði innt af hendi hei'manmund
Helgu, þegar hún var gefin Áni inum ramma. Þess er áðiur
getið að Þórarinn úr Seyðisfirði hafi verið sonar- eða dótt-
ursonur Isólfs. Þó líklegt sé, að bær þessi hafi verið nefnd-
ur eftir Þórarni, var hann þó aldrei kenndur við bæinn.
Hann var ekki nefndur Þórarinn á Þórarinsstöðum, heldur
Þórarinn ór Seyðisfirði. Seyðarfirði eða Sauðarfirði, hvar-
vetna þar, sem hans er getið. Það er taiað um Þorleif ór
Krossavík 3). Gunnstein ór inni innri Krossavíkú, Eyjólf
1) Isl. sögur, I. 181.
2) ísl. sögur, I. 186.
3) Sömu rit, I. 271.
4) Sömu rit, X. 140.