Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 82
80
MÚLAÞING
styttimg í sérheiti eðlileg og ekki óalgeng. Skriðuland er
talið eign Þingmúlakirkju í fomum skrám (D I 4, 203—204)
og jörðin í Flögu með heimalandi öllu. Frá Flögu horfir
fagurlega til Múlakollsins, sem oft er nefndur Þingmúlinn
utan sveitar. Þó eru hamrabilin tilkomumest frá heim-
reiðinni að garði Friðriks Jónssonar á Þorvaldsstöðmn,
er þar nærsýn meiri, og nýtur vel. Múlakollurinn er
tertíert eldfjall. siem ehlendur jarðfræðingur að nafni
Charmiehael hefur samið um ítarlega ritgerð (The Petro-
logy of Thingmuli, a Tertiary Volcano in Eastem Iceland,
1964). —■ Hin 'upphaflega Þingmúlajörð er öll tungan milli
Múlaár og Geitdalsár, svo langt á fjöll frarn, sem vötn
draga. Er þetta mikið víðlendi og gott sauðland, enda fjár-
bú löngum stórt í Þingmúla og staðurinn ríkiss-etur fyrr
á öldum og þegar vel áraði síðar og staðarprestar búmenn.
Hjáleigan Hátún á gö'mlum beitarhús-um röskan stundar-
gang inn með Geitdalsánni varð loks sjálfstætt býli í Múla-
staðarlandi. Óralangt frammi í Suðurdalnum eru Stefáns-
staðir, en byggð þar ekki fom og jafnan stopul. en Borg
varð stórbýli í miklum landgæðum og eru þar nú tvö afbýli,
Hjarðarhlíð innar, en Birkihlíð utar. Sjálfstæð jörð er og
Múlastekkurinn, nálægt þeim stað, sem ætla má, að væri
hinn fomi kirkjustaður, en þingstaðurinn, sem Þingmúli
tekur nafn af, síðan Múlaþing og sýsilurnar b-áðar, líklega
þar frá öndverðu, sem nú er bærinn. Þama innfrá eru
nokkur ummerki, se'm gætu bent til, að Múlastaður hafi
verið þar fyrrum (og það taldi Hrólfur Kristbjömsson á
Hallbjamarstöðum, sem var fróður vel og alhugull), en
verið fluttur úteftir vegna lágangs árinnar og skriðuhættu
úr fjallinu. Hvað, sem um þetta er, má minnast hins, að
forn örnefni eru í túni við staðinn, þar sem hann er nú.
Heitir Þinghóll vestanvert frá bænum og suðaustur af
honum Goðatún, en í suðvesiturhomi þess eru Goðatættur
(tóftir) og Goðasteinn. Gætu þessar fommenjar bent til,
að hér hafi ekki aðeins verið þingstaður, en um leið hof
og blótstaður. Sem kunnugt er voru víða reistar kirkjur