Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 41
MÚLAÞING
39
Æsuson ór Svíney 1), Gunnlaug inn auðga ór Straum-
firði2) 0ig Ketil ór Mörk3); svo nokkur dæmi séu nefnd.
Það orkar ekki tvímælis, að þessi staðanöfn enu heiiti bæja
þeirra manna. sem hér voru nefndir. Af þessu virðist mega
álykta, að bær Þórarins hafi lengst af verið Seyðarfjörður.
Þetta nafn á bænum helst eitthvað fram eftir öldutn, t. d.
er jarðarinnar Seyðarfjarðar getið í Dvergasteinskirkjusókn
árið 1589 4). Nafnið hefur síðan styst í Fjiörð eins og það
er enn í dag. Hér hafa verið1 2 3 4 5 6 leiddar allgóðar líkur fyrir
því að téður Þórarinn hafi verið búsettur í Firði. Þetta eru
einnig nokkrar líkur fyrir því, að fyrsti byggði bærinn í
Seyðisfirði 'hafi verið Fjörður, því all títt er það, að menn
búi á jörðum forfeðra sinna.
Svo sem áður segir. er norðurstrandar Seyðisfjarðar
getið í Landnámu 5), sem beimianmundar Helgu Bjólfsdótt-
ur, þegar hún var gefin Ani inum ramma. Um An þennian er
ekki mikið vitað. nema ef vera kynni, að hann hafi verið
sonur Þorsteins kleggja, sem nam Húsavílk 6). Það er raun-
ar sennilegt, að svo hafi verið. Loðmunidiur gamli var fóst-
bróðir Bjólfs, en átti ekki heima nema einn vetur í Loð-
mUindarfirði, en fluttist þá suður til Sólheima. á Sólheima-
siandi. Segja má, að Loðmundarfjöirður skilji á milli land-
náms Þorstieins kleggja og landnáms Bjólfs. Efcki er ólík-
legt, að Bjólfi hafi þótt skarð fyrir skildi, þegar fóst-
bróðir hans hvarf svo brátt á braut og flutti bú sitt suður
á land. Loðmundarfj örður hlýtur að hafa þótt váleigur stað-
ur eftir fordæðuskap Loðmundar þar, áður en hann hvarf
1) ísl. stögur III. 55.
2) Samu rit, III. 178.
3) Sömiu rit XI. 211.
4) Alþingiisibælkur ÍSlaiids II, 133.
5) ístl. sögur I, 186.
6) Samia rit, I, 184.