Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 92
90
MÚLAÞING
þótt þau Guðrún skildu að lögum all nokkru fyrr en síra
Páll fluttist að Þingmúla, kom hún þangað einnig, auk
nýju konunnar, og var í Múla með börnum siínum, vinnu-
kona á prestsetrinu. Munu menn yfirleitt hafa vorkennt
síra Páli þetta, fremur en las-tað, og kennt í brjósti um frú
Guðrúnu, siem varð að þola þessa raun. Geta ’má þess, að
hún var 5 árum eldri en sira Páll, Steinunn Eiriksdóttir
17 árum yngri en hann.
Vera síra Páls varð góð, allt um þetta, í Þingmúla. Atti
hann traust manna og naut viðurkenningar fyrir ritstörf
og einarða framkomu enda var hann málsnjall og höfðing-
legur. Setu hans á Alþingi var lokið með f'lutningi úr Skafta-
fallssýslum. Einnig voru búferli hans og brauðaskipti á
enda, því að þótt hann sækti um Asa í S'kaftártungiu 1886,
kom það til einskis, og sat hann kyrr í Þingmúla til dauða-
dags sem fyrr er sagt.
Þegar slra Páll ko'm að Múla var þar nýleg kirkja, vígð
1866. Torfkirkjan, sem Eyjólfur ísfeld vann að 1832, hefur
því staðið stutt, en hin þó en,n skemur, samt talin vel viðuð
o>g vönduð í fyrstu úttektargerð. Efndi síra Páll til kirkju-
smíðinnar 1886, er ekki varð úr að fengi Ása. Hefur síra
Gísli Brynjólfsson fv. prófastur á Kirkjubæjarklaustri
skrifað ítarlega um kirkjugerðina í Þingmúla, en hún varð
næsta söguleg vegna veðréttar Ottos Wathnes á Seyðis-
firði í kirkjuhúsinu sjálfu. Er Pétur biskup frétti um veðið,
hugðist hann að taka til sinna ráða, en síra Páll baktryggði
með eigin lífsábyrgð, sem var stórum hærri en byggingar-
kostnaði kirkjunnar nam. Síra Páll vígði kirkjuna sjálfur
á fyrsta sunnudag 1 aðventu á byggingarárinu, en prófast-
urinn, slra Jón Hallgrímsson á Hólmum, kvaðst vera las-
inn og ekki fær um að fara yfir fjöll á vetrardag, þ. e. Þór-
dalsheiði. Kann að vera nokkurt sa’mband milli þeirrar af-
sökunar og afskipta biskupsins. En kirkjan var jafn vel
vígð, þótt kirkjunnar herrar kæmi þar ekki til, og hafa
margir prestar á 90 ára þjónustutíma þessa Mrkjuhúss í
Þingmúla haft orð á, hve þar sé gott að prédika, auðfund-