Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 165
MÚL AÞING
163
þeirra börn þessi: Kristín síðari kona Guttorms alþingis-
manns Vigfússonar á Amheiðarstöðum í Fljótsdal, Nikulás
trésmiður á Seyðisfirði, sr. Bergur í Vallanesi, sr. Brynjólf-
ur í Vestmannaeyjum, Jón hreppstjóri á Hólum í Horna-
firði, Gísli gullsmiður á Seyðisfirði, Guðrún, átti Martein
gullsmið Jónsson og fóru þau til Vesturheims, Ingiþjörg,
dó 18 ára að aldri.
Sem áður segir lést sr. Jón 1843, 45 ára að aldri. Það var
þungt áfall. Siamt voru börn heirra, sum, nokkuð vaxin,
önnur í uppvexti. Eftir lát sr. Jóns flytur Rósa í Þvottá.
Þangað kom til bús hennar Bjami stúdent Sveinsson. Hann
var úr Fáskrúðsfirði. Var hann ráðsmaður hennar um skeið
en þau giftust fljótlega. Þau eignuðust saman tvo syni, Jón
Bjarnason hinn kunna prest í Winnipeg og Svein stór-
bónda að Voliaseli og síðar að Þórisdal í Lóni. Sr. Bjami
hafði áður verið við kennslu hiá þeim á Hofi og því ná-
kunnugur heimilinu. Hann fékk Kálfafell árið 1847 og
Þingmúla 1851. Rósa dey,r 1856 og hvilir í Þingmúlakirkju-
garði.
Sumir vildu segja, að =;r. Bjarni hefði verið launsonur sr.
Hjálmars á Kolfreyjustað. Hann ruglaðist á geðsmunum
á efri árum og andaðist í Volaseli hjá Sveini syni sínum.
Af sr. Jóni Bergssyni ganga ýmsar sagnir. Ekki var talið,
að þessir feðgar hefðu beint verið vinsælir af almenningi
hér, iþóttu ágengir og heldur aðsjálir og voru til sagnir um
það. En skemmtilega stríðinn hafði sr. Jón verið og þoldi
vel þótt honom væri svarað fullum hálsi.
A þeim árum, og samtíða sr. Jóni, bjó á Melrabkanesi
Eyjólfur Halldórsson, Björnssonar á Flugustöðum, Þor-
leifssonar prests að Hofi, sem áður er getið.
Eyjólfur þótti í ýmsu sérkennilegur í háttum og tilsvör-
um og var ailsérlundaður ákafamaður, harðger og frískur
göngumaður.
Stríðni var milli þeirra sr. Jóns og Eyjólfs og vildi Eyjólf-
ur ekki láta 'hlut sinn fyrir presti. Eyjólfur þúaði alla menn,
nema séra Jón Bergsson þéraði hann, hvernig sem prestur