Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1976, Blaðsíða 70
68
MÚLAÞING
í minnum haft á Austurlandi. Hins vegar á hann að hafa
verið kennimaður ágsetur, þegar vildi það við hafa. Síra
Grítnur var fæddur á Hrafnkelsstöðum 1719, son Bessa
bónda þar Ámasonar. Vígðist að Ofanleiti í Vestmanna-
eyjum 1745, en var alla tíð frá því kom að Ási prestur á
Héraði. Vorið 1762 fór hann að Eiðabrauði, tólf árum síðar
að Hjaltastað og var þar til dauðadags 1785. Kona hans var
Oddný Árnadóttir lögréttumanns á Amheiðarstöðum Áma-
sonar og dó hún 1810, sögð hálf tíræð. Tveir synir þeirra
komust upp. Brynjólfur í Jórvík og á Kóreksstöðum,
kvæðamaður mikill, og Benedikt á Rangá.
Síra Jón Högnason prests í Stöð Guðmundssonar kom að
Ási 1762. Allt um ýmsa kosti síra Gríms Bessasonar hlutu
það að teljast ærin u’mskipti, en síra Jón var einn hinn
merkasti klerkur sinnar samtíðar. Árið 1763 fól Finnur
biskup honum og 1779 Hannes biskup að visitera ffara í
kirkjuskoðunar og eftirlitsferð) fjarðakirkjurnar á Aust-
urlandi. Má kalla, að hann væri fremstur presta að tiltrú
og virðingu í fjórðungnum og færi með hluta biskupsdæm-
isins. — Eftir aðeins 4 ára veru undir Ási fór hann að
Hallormsstað, hefur þókt vegurinn greiðari þaðan niður í
Hólma, þar sem hann var upp alinn frá unga aldri. hafði
verið aðstoðarprestur 10 ár og vonaðist til að fá brauð og
stað er fóstri hans, síra Jón Þorláksson sleppti. Það varð
1779 og hélt hann síðan Hólma í meir en aldarfjórðung.
Saga þessa mæta manns er bundin Hólmu’m fremur en
nokkrum stað öðrum. Kona hans var Ingveldur Gunnlaugs-
dóttir frá Skjöldólfsstöðum. Tveir synir þeirra, er báðir
voru stúdentar, dóu ungir, en Þórunn dóttir þeirra átti síra
Jón kapelán á Hólmum Þorsteinsson og síðan síra Þor-
grím Finnsson á Kolfreyjustað og Sigríður varð fyrri kona
síra Jóns Hallgrímssonar í Þingmúla.
Síra Þórður Högnason. svili síra Jóns, en hann átti Guð-
nýju frá Skjöldó’lfsstöðum, kom nú að Ási. Var hann einn
8 albræðra, sona síra Högna á Breiðabólstað í Fljótshlíð,
sem urðu prestar. Frægt varð 1760, er þeir bræður voru