Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 6
Mynd á bókarkápu er eftir Sjöfn Eggertsdóttur og er án titils.
Sjöfn Eggertsdóttir er fædd í Reykjavík 1949 en flutti austur á Hérað 1994 og hefur verið
búsett hér síðan. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands, málunar-
deild, 1982-86. Sjöfn hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar,
þar af tvær hér fyrir austan.
Sjöfn hefur gaman af að mála sauðfé og segist á tímabili ekki hafa málað annað, eða í
þrjú ár. Hún notar jöfnum höndum olíu og vatnsliti og teiknar og gerir portrett eftir pönt-
un. Eftirlætismyndlistarmaður hennar er Sverrir Haraldsson.
Hún helgar sig myndlistinni auk þess að mála pappír hjá handverkshúsinu Randalín.
Mynd Sjafnar sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er máluð 1998 og er án titils.
Höfundar efnis:
Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum, fæddur 1909, fræðimaður, búsettur á Seyðisfirði.
Jóhanna Bergmann, fædd 1963, safnstjóri Minjasafns Austurlands (í leyfi Steinunnar
Kristjánsdóttur), búsett á Egilsstöðum.
Finnur N. Karlsson, fæddur 1956, kennari, búsettur á Fljótsdalshéraði.
Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 1913, fyrrv. menntamálaráðherra, búsettur í Reykjavík og
Mjóafirði
Þorgeir Guðmundsson, fæddur 1926, búsettur í Svíþjóð, Álftfirðingur að uppruna.
Helgi Hallgrímsson, fæddur 1935, náttúrufræðingur, búsettur á Egilsstöðum.
Birgir Torlacius, fæddur 1913, fyrrv. ráðuneytisstjóri, búsettur í Reykjavík, frá Búlandsnesi.
Helgi Gíslason, fæddur 1897, frá Hrappsstöðum í Vopnafirði.
Steinunn Kristjánsdóttir, fædd 1965, safnstjóri Minjasafns Austurlands (í leyfi), búsett í
Svíþjóð.
Björn Hafþór Guðmundsson, fæddur 1947, bæjarstjóri Austur-Héraðs, búsettur á Egilsstöðum,
frá Stöðvarfirði.
Sigurður Kristinsson, fæddur 1925 fyrrv. kennari, frá Refsmýri í Fellum, búsettur í Reykjavík.
Einar Vilhjálmsson, fæddur 1928, fyrrverandi starfsmaður tollyfirvalda, búsettur í Garðabæ,
frá Seyðisfirði.
4
J