Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 13
Ingi T. Lárusson
bamungur, að semja lög, enda hef ég vissu
fyrir því, sem brátt verður frá sagt.
Þeim ber saman um það Eiríki og Jóni
að lagið „O blessuð vertu sumarsól“ hafi
birst í tímariti Þorsteins Gíslasonar, Óðni,
en þar get ég ekki fundið það lag, heldur
önnur tvö, „Ég bið að heilsa“, í 1. tbl.
1915, og „Til Fánans“, 8. tbl. 1915, þegar
Ingi var 23ja ára gamall. Eiríkur talar um
að blaðið Óðinn hafi birt 4 lög eftir Inga,
áður en sönglagabók þeirra Sigfúsar
Einarssonar og Halldórs Jónassonar frá
Eiðum kom út 1915 „sem geymir flest lög
hans, sem kunn eru“.
í Óðni birti Þorsteinn alls 73 sönglög,
þar af 60 tölusett eða númeruð. Eru lög
Inga númer 6 og númer 13 af lögunum sem
þar eru prentuð. Eitt lag, nr. 37, hef ég ekki
getað fundið og er trúlegt að það hafi fallið
burt í prentun, og aldrei verið lag með því
númeri. Ef svo er þá voru lögin sem í Óðni
birtust aldrei nema 72. Nema nr. 37 hafi
einmitt verið lagið „O blessuð vertu sumar-
sól“, hver veit og blaðið vanti í tvö eintök
af Óðni sem ég hef haft til samanburðar.
Otrúlegt að svo sé. En hvað um það, lagið
kom út í sönglagabókinni, sem oft var
nefnd „Fjárlögin“, vegna kápumyndarinnar
hans Ríkarðar Jónssonar sem prýðir bæði
heftin.
Rétt er það að Ingi var ýmist í vega- eða
símavinnu í nokkur sumur. Heyrt hef ég
sagt frá því, að eitt sumar voru þeir báðir í
símavinnu á Héraði, Ingi Lár og Kristján
Kristjánsson (læknis), Kiddi söngur eins og
hann var stundum nefndur. Verkstjóri þeirra
var Brynjólfur Eiríksson, Síma-Brynki, eins
og hann var oft kallaður. Svo var það að
eftir að vinnu lauk á kvöldin fóru þeir Ingi
og Kiddi stundum í heimsóknir til þeirra
bæja, sem þeir vissu að til var orgel eða
önnur hljóðfæri, og var þá tekið lagið fram
eftir kvöldi. Ingi lék á hljóðfærið en Kiddi
Jón Þórarinsson
söng. Var þeim alls staðar vel fagnað, voru
hinir kærkomnustu gestir. Veit ég um tvo
staði sem þeir komu nokkur sumur, þ.e. í
Kóreksstaði og Sandbrekku, báðir í Hjalta-
staðaþinghá, en frá þeim heimsóknum sagði
mér stúlka frá Sandbrekku og bætti því við
að þetta sumar hafi verið skemmtilegt á
Héraði þar sem þessir listamenn komu og
skemmtu fólki með hljóðfæraleik og söng.
Fyrsta lag Inga T. Lárussonar og
hvenær það var samið
Þegar ég hafði lesið ævisöguþátt Eiríks
Sigurðssonar og erindi Jóns Þórarinssonar
datt mér í hug að tími væri til kominn að
birta samtal okkar Inga sem átti sér stað
fyrir rúmum 50 árum á Seyðisfirði. Þó hálf
öld, rúmlega, sé nú um liðin síðan þetta
samtal okkar átti sér stað, er það enn greypt
11