Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 14
Múlaþing
í minni mitt. Það eitt sem er sameiginlegt
með frásögn þeirra Eiríks og Jóns og við-
víkur fyrsta lagi Inga, er að það varð til í
vegavinnu hjá þeim báðum, bara á sinni
heiðinni hvort en á mismunandi tíma.
Það var snemma í aprílmánuði 1937 að
ég þjáðist af blóðeitrun í baugfingri vinstri
handar, og ber ég þess merki enn í dag, eftir
50 ár. Þá var ekki upp fundið lyfið „pensi-
lín“, sem hefði trúlega frelsað mig frá þeim
miklu þjáningum sem þessi blóðeitrun leiddi
yfir mig. Vegna þessa meins varð ég að
koma daglega á spítalann á Seyðisfirði um
nokkurt skeið. Læknir var þar þá frændi
rninn Egill Jónsson frá Egilsstöðum. A
þessum tíma voru blíðviðri og sólskinsdag-
ar. Var ég því mikið úti í góða veðrinu þann
tíma sem ég þurfti að mæta á sjúkrahúsinu.
A þeim sama tíma var þar á spítalanum Ingi
T. Lárusson, tónskáld. Við Ingi hittumst
þarna daglega á þessum tíma og röbbuðum
saman, einkum um gamla daga, þegar Ingi
var ungur og heimsótti föður minn, bæði í
kaupstaðnum og svo í ferðum hans út í
hreppinn, bæði í Svarthús og að Þórar-
insstöðum. Þessa daga var Ingi hress og var
talsvert úti í góða veðrinu. Mér eru þessar
samverustundir einkar minnisstæðar og
kærar. Eg held að ég hafi notið þess hjá
Inga að ég var sonur vinar hans.
Svo var það á sunnudegi eftir hádegi að
veðrið var einstaklega gott. Sólin skein í
heiðríkju, logn var og hitinn komst yfir 20
stig. Það var því einstaklega freistandi að
labba úti í góða veðrinu eða njóta þess að
„sleikja sólskinið“ á einhverjum góðum
stað. Varð mér þá helst hugsað til Sölva-
Botna, sem ákjósanlegan stað, einkum þá
vegna útsýnis og náttúrufegurðar. Eg kom
þá að máli við Inga og spurði hann hvort
hann væri til með að koma með mér út til
þess að njóta veðurblíðunnar. Þegar ég
ávarpaði hann sat hann á bekk frammi í
anddyri spítalans og virtist djúpt hugsandi.
Hann leit upp við ávarpið og brosti til mín,
svo stóð hann upp, rétti vel úr sér og steig
nokkur spor eftir ganginum og segir:
„Ja, ég er til í það.“
Mér virtist eins og hann hressast allur
við og yfir andlitið færðist hans fallega og
góðlega bros. Við löbbuðum svo upp frá
spítalanum í áttina að Botnum. Ekki bjóst
ég við að Ingi myndi treysta sér alla leið
upp í Botna svo ég minntist ekki á það við
hann að halda þangað, heldur settumst við
niður á sléttan blett, nálægt þeim stað sem
nú er gatan Botnahlíð.
Ingi var þá vel hress, kátur og ljúfur að
vanda. Þarna röbbuðum við saman og
nutum veðurblíðunnar. Það var þama á
þessum stað sem ég spurði hann hvert hafi
verið fyrsta lagið sem hann samdi. Svar
Inga við spurningu minni var þetta:
„Það man ég vel.“
„Viltu þá segja mér frá því hvaða lag
það var?“, spurði ég.
„Það er velkomið“, svaraði hann. Svo
hóf hann frásögn sína:
„Pabbi minn kenndi söng í barna-
skólanum hér á Seyðisfirði þegar ég var
ungur drengur. Á heimili okkar, í Lárusar-
húsi, var mikið um hljóðfæraleik og söng.
Þá var starfandi hér á Seyðisfirði söngfélag-
ið Bragi og lúðrasveit. Á heimili okkar
komu menn oft saman til þess að leika
saman á hljóðfæri. Þar var leikið á ýmisleg
hljóðfæri, orgel, píanó, fiðlur, víólu, gítar,
lúðrar þeyttir og stundum gripið í harmon-
ikur. Þessi hljóðfæri, sem hver og einn
stillti saman, mynduðu smáhljómsveit í
Lárusarhúsi og stundum var tekið undir
með söng því á Seyðisfirði voru ágætir
söngmenn á þessum árum og má þar til
nefna einn af mörgum Kristján Kristjáns-
son, héraðslækni, sem einnig var söngstjóri
Karlakórsins Braga og samdi lög. Má þar