Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 14
Múlaþing í minni mitt. Það eitt sem er sameiginlegt með frásögn þeirra Eiríks og Jóns og við- víkur fyrsta lagi Inga, er að það varð til í vegavinnu hjá þeim báðum, bara á sinni heiðinni hvort en á mismunandi tíma. Það var snemma í aprílmánuði 1937 að ég þjáðist af blóðeitrun í baugfingri vinstri handar, og ber ég þess merki enn í dag, eftir 50 ár. Þá var ekki upp fundið lyfið „pensi- lín“, sem hefði trúlega frelsað mig frá þeim miklu þjáningum sem þessi blóðeitrun leiddi yfir mig. Vegna þessa meins varð ég að koma daglega á spítalann á Seyðisfirði um nokkurt skeið. Læknir var þar þá frændi rninn Egill Jónsson frá Egilsstöðum. A þessum tíma voru blíðviðri og sólskinsdag- ar. Var ég því mikið úti í góða veðrinu þann tíma sem ég þurfti að mæta á sjúkrahúsinu. A þeim sama tíma var þar á spítalanum Ingi T. Lárusson, tónskáld. Við Ingi hittumst þarna daglega á þessum tíma og röbbuðum saman, einkum um gamla daga, þegar Ingi var ungur og heimsótti föður minn, bæði í kaupstaðnum og svo í ferðum hans út í hreppinn, bæði í Svarthús og að Þórar- insstöðum. Þessa daga var Ingi hress og var talsvert úti í góða veðrinu. Mér eru þessar samverustundir einkar minnisstæðar og kærar. Eg held að ég hafi notið þess hjá Inga að ég var sonur vinar hans. Svo var það á sunnudegi eftir hádegi að veðrið var einstaklega gott. Sólin skein í heiðríkju, logn var og hitinn komst yfir 20 stig. Það var því einstaklega freistandi að labba úti í góða veðrinu eða njóta þess að „sleikja sólskinið“ á einhverjum góðum stað. Varð mér þá helst hugsað til Sölva- Botna, sem ákjósanlegan stað, einkum þá vegna útsýnis og náttúrufegurðar. Eg kom þá að máli við Inga og spurði hann hvort hann væri til með að koma með mér út til þess að njóta veðurblíðunnar. Þegar ég ávarpaði hann sat hann á bekk frammi í anddyri spítalans og virtist djúpt hugsandi. Hann leit upp við ávarpið og brosti til mín, svo stóð hann upp, rétti vel úr sér og steig nokkur spor eftir ganginum og segir: „Ja, ég er til í það.“ Mér virtist eins og hann hressast allur við og yfir andlitið færðist hans fallega og góðlega bros. Við löbbuðum svo upp frá spítalanum í áttina að Botnum. Ekki bjóst ég við að Ingi myndi treysta sér alla leið upp í Botna svo ég minntist ekki á það við hann að halda þangað, heldur settumst við niður á sléttan blett, nálægt þeim stað sem nú er gatan Botnahlíð. Ingi var þá vel hress, kátur og ljúfur að vanda. Þarna röbbuðum við saman og nutum veðurblíðunnar. Það var þama á þessum stað sem ég spurði hann hvert hafi verið fyrsta lagið sem hann samdi. Svar Inga við spurningu minni var þetta: „Það man ég vel.“ „Viltu þá segja mér frá því hvaða lag það var?“, spurði ég. „Það er velkomið“, svaraði hann. Svo hóf hann frásögn sína: „Pabbi minn kenndi söng í barna- skólanum hér á Seyðisfirði þegar ég var ungur drengur. Á heimili okkar, í Lárusar- húsi, var mikið um hljóðfæraleik og söng. Þá var starfandi hér á Seyðisfirði söngfélag- ið Bragi og lúðrasveit. Á heimili okkar komu menn oft saman til þess að leika saman á hljóðfæri. Þar var leikið á ýmisleg hljóðfæri, orgel, píanó, fiðlur, víólu, gítar, lúðrar þeyttir og stundum gripið í harmon- ikur. Þessi hljóðfæri, sem hver og einn stillti saman, mynduðu smáhljómsveit í Lárusarhúsi og stundum var tekið undir með söng því á Seyðisfirði voru ágætir söngmenn á þessum árum og má þar til nefna einn af mörgum Kristján Kristjáns- son, héraðslækni, sem einnig var söngstjóri Karlakórsins Braga og samdi lög. Má þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.