Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 17
Ingi T. Lárusson
kominn með mína frumsmíði milli hand
anna, mitt fyrsta barnaverk sent ég
hafði skrifað á nótur og vonast
eftir að krakkarnir gætu
sungið, lagið við ljóðið
hans Páls Olafssonar „O
blessuð vertu sumar
sól“, það var satt að
segja mér hálf-
gleymt en nú var
það þarna komið
fram, ég þekkti
blaðið. Mér þótti
vænt um að sjá
krotið mitt aftur
því ég hafði alltaf
gert mér vonir um
að lagið væri söng-
hæft. Eftir stundar
korn segir Þorsteinn
við pabba:
„Má ég hafa blaðið
með mér suður?“
„Þú verður að spyrja
hann Inga minn að því“, svaraði
pabbi.
Ég varð hálffeiminn við að heyra svar
pabba við spurningu Þorsteins ritstjóra og
skálds sem sneri sér síðan að mér og spurði
hvort hann mætti hafa blaðið með sér suður.
„Mig langar að skoða blaðið betur. Má
vel vera að ég afriti lagið og sendi þér svo
hvort tveggja, handskrifið þitt og afritið
mitt, í öllu falli færð þú aftur blaðið þitt.“
Ég samþykkti að Þorsteinn mætti taka
blaðið með sér suður.
Svo liðu nokkrar vikur og mánuðir. Ég
beið í nokkurri eftirvæntingu eftir „kroti“
mínu ásamt afriti því sem Þorsteinn talaði
um að gera af því.
Loksins kom bréf til mín í póstinum.
Bréfið var frá Þorsteini og í því var hvort
tveggja „krotið“ mitt gamla og fallega gerð
nótnauppskrift af lagi mínu eftir Þorstein.
Bréfið kom sumarið 1909 þegar ég
var 17 ára, 10 árum eftir að ég
samdi lagið og þau ummæli
fylgdu með að það væri
mjög gott og sagðist
hann þess fullviss að
því yrði langra lífdaga
auðið.“
Hér lauk frásögn
Inga T. Lárussonar
sem svar við því
hvert hafi verið
hans fyrsta lag og
einnig kemur fram
í frásögninni að
hann var aðeins sjö
ára þegar hann samdi
þetta fagra og hug-
ljúfa lag. Það hefði
verið hörmulegt ef þetta
krot“ hefði glatast. En
Ingi sagði mér meira þennan
fagra vordag. Vík ég að því
síðar.
Nú geta menn borið saman allar þessar
þrjár frásagnir sem skráðar eru hér að fram-
an um það hvar og hvenær þetta lag Inga
varð til.
Ég varð svo hrifinn af frásögn Inga í
samtali okkar, þótti það í raun réttu svo
stórmerkilegt, að sama kvöldið hripaði ég
það niður eftir að ég kom heim og geymdi
það vel og vandlega og kíkti í kompuna
mína sem geymdi frásögnina af og til.
En ég var einn þeirra sem lenti í
Vestmannaeyjagosinu sem hófst aðfaranótt
þess 23. janúar 1973 og þá glataðist frásögn
Inga ásamt mörgum fleiri bréfum sem ég
átti í kofforti mínu sem þá tapaðist og ég sá
aldrei meir. En sem betur fór fann ég afrit
af bréfi með frásögn Inga þegar þáttur
15