Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 18

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 18
Múlaþing Unnusta Inga T. Eftirfarandi sögu sagði Þórhallur Gunnlaugsson, símstöðvarstjóri í Vestmannaeyjum, greinarhöf- undi eftir að þeir höfðu hlýtt á útför Inga í útvarpinu. Þórhallur starfaði um hríð á Seyðisfirði og tókst góð vinátta með þeim Inga. „Þannig stóð á, að von var á strandferðaskipinu, mig minnir það væri „Austri“, að sunnan. Með því skipi átti Ingi von á vinkonu sinni sem hann sagði mér að væri unnusta sín. Við höfðum verið saman þetta kvöld, hressir og kátir og biðum komu skipsins. Það var áliðið kvölds þegar skipið tilkynnti komu sína með skipsflautunni. Það gerðu skipin alltaf við komu sína en við brottför var flautað fyrsta flaut með einu pípi, eftir hálftíma kom annað flaut og þriðja og síðasta flaut var við brottför, þá flautað þrisv- ar sinnum eða pípt, eins og það var venjulega nefnt. Þegar skipið hafði boðað komu sína var ekki til setunnar boðið. Við risum úr sætum. Ölstofan sem við sátum á var inn á Fjarðaröldunni en bryggjan, sem skipið lagðist að, var út á Fjarðarströnd, nánar sagt Pöntunarbryggjan við Strandarveg. Það var vor í lofti og gróandi í sálarlífi okkar ungu mann- anna. Ingi var ákaflega kátur og lék við hvem sinn fingur á leiðinni út eftir Búðareyrinni, enda vomm við léttstígir á leiðinni út að Pöntunarbryggju. Skipið var lagst að bryggjunni þegar við komum þang- að. Farþegar voru í þann veginn að stíga á land. Þama á bryggjunni stóðum við félagamir og fylgdust með þegar farþegamir gengu í land. Ingi beið spenntur eftir að sjá og heilsa unnustu sinni en hún kom ekki í land með farþegunum. Við biðum um stund, síðasti farþeginn virtist kominn í land. Ingi var orðinn órór. Hann bað mig um að bíða sín meðan hann skryppi um borð til þess að spyrjast fyrir um unnustu sína. Eg beið æðistund vinar míns á bryggjunni. Foksins kom hann. Mér brá þegar ég sá hann. Aldrei hafði ég getað hugsað mér svo mikla breytingu sem orðin var á einum manni og Inga þegar hann steig aftur á bryggjuna. Æ, ég vissi varla hvað ég átti að segja við vin minn, svo var honum bmgðið. Spurði þó hvort unnusta hans hafi hætt við að koma: „Nei“, sagði Ingi, „en hún ætlar ekki að koma hér í land.“ Meira sagði hann ekki. Ég gekk með honum heim til hans. Öll glaðværð var horfin. Við þögðum báðir. Ég sá að vinur minn var særður. Við kvöddumst. Ég gekk heim, þungt hugsandi. Við Ingi áttum eftir að dveljast á Seyðisfirði enn um nokkurt skeið og oft hittumst við. Hann virtist að mestu hafa endurheimt gleði sína, áður en við skildum, a.m.k. áttum við saman skemmtilegar samvemstundir áður en leiðir okkar skildu. Svo var það eitt sinn, áður en samverustundum okkar lauk, að ég spurði Inga, með hálfum huga þó, um unnustu hans, hvað hefði svo til borið að hún vildi ekki stíga á land á Seyðisfirði og hitta unnusta sinn. Ingi svaraði dapur í bragði: „Hún hélt áfram ferð sinni með nýjum unnusta sem einnig var með skipinu. Þau héldu áfram ferð sinni til Vopnafjarðar, eða Húsavíkur. Þau ætluðu ekki að láta mig sjá sig á Seyðisfirði. En ég vildi hafa tal af henni og tókst það með milligöngu stýrimannsins. Þau höfðu læst klefa þeim sem þau héldu til í en opnuðu þegar stýrimaðurinn krafðist þess. Ég segi ekki frá hvað okkur fór á milli á þessari örlagastundu en ég fékk þá staðfestingu á uppsögn. Mér leið illa þá en það veit ég með vissu að henni leið ekki betur en mér“, sagði Ingi. Þórhallur bætti við frásögn sína: „Mér hefur oft dottið í huga að þetta atvik um borð í strandferða- skipinu á Seyðisfirði, sem mig minnir að væri „Austri", og hér að framan er getið, hafi haft viðvarandi áhrif á alla tónsmíði Inga, að sú milda angurværð, sem mér finnst einkenna sum lög hans, eigi rót sína V að rekja til þessara örlagaríku samfunda elskendanna um borð í „Austra“.“ . 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.