Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 19
Ingi T. Lárusson
Eiríks Sigurðssonar birtist í bók hans sem
áður er nefnd. Þótti mér skjóta nokkuð
skökku við frásögn Inga um hvar og hvenær
hans fyrsta lag varð til. Leitaði ég þá uppi
samtalsþátt okkar Inga og las hann. En svo
hrökk ég við þegar ég las frásögn Jóns
Þórarinssonar 1976. Þá gat ég ekki á mér
setið og skrifaði Jóni bréf þar sem ég rakti
samtal okkar Inga frá 1937, lái mér hver
sem vill.
Frásagnir Eiríks Sigurðssonar, rithöf-
undar, og Jóns Þórarinssonar, tónskálds,
greina báðar skilmerkilega frá lífsferli Inga
í stuttu máli og lýsa vel aðdáun þeirra á
snilligáfu þessa hugljúfa tónskálds. En
svona geta frásagnir breyst á tiltölulega
skömmum tíma. Hvað er þá um sagnir sem
skráðar hafa verið eitt til tvö hundruð árum
eftir að atburðir þeir gerðust sem þær greina
frá? Hér ber svo mikið á milli að segja má
að um tvo atburði sé að ræða hjá þeim
Eiríki og Jóni. Heimilda Eiríks er ekki get-
ið um en Jón tekur fram að frásögn hans um
hvernig „O blessuð vertu sumarsól“ sé að
mestu höfð eftir Snorra bróður Inga. Ekki
kæmi mér á óvart að Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum, áður Valþjófsstað, hafi átt þar
drjúgan hlut að máli.
Eg get nú ekki stillt mig um að minnast
fyrri hluta bréfs Jóns Þórarinssonar, einkum
vegna þess að þar er getið minnisvarða um
Inga T. Lárusson. I bréfi því sem ég skrif-
aði Jóni, minntist ég á það áhugamál mitt
sem ég vann að í 30 ár, að Sigfúsi
Sigfússyni, þjóðsagnasafnara og -ritara,
yrði reist minnismerki. En bréf Jóns,
staðsett og dagsett Bólstaðahlíð 52
Reykjavík 20. mars 1976:
„Bestu þakkir fyrir langt og gott bréf,
dags. ll.f.m.
Þegar við áttum samtalið góða um
minnismerki Sigfúsar Sigfússonar frá
Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum.
Ljósm. 20. sept. 1998 FNK.
Eyvindará, voru mér ókunnar ráðagerð-
irnar um minnismerki Inga T. Lárussonar.
Að því máli starfar dugmikil nefnd
Austfirðinga sem leitaði til mín um aðstoð í
sambandi við samkomuna hér í Háskólabíói
í vetur. Þá aðstoð veitti ég eftir föngum en
önnur afskipti hef ég ekki haft af málinu
enda er það í hinum bestu höndum.
Fjáröflun hefur gengið vel að mér skilst og
er víst enginn vafi á að minnismerkið
komist upp á tilsettum tíma í sumar. Við
hinu má búast að sitt sýnist hverjum um
þessa táknrœnu mynd Sigurjóns Olafssonar.
En í slíkum efnum er erfitt að gera svo
öllum líki. Ekki held ég að mynd Inga myndi
fara vel á minnismerkinu eins og það er
hugsað. Vönduð mynd (málverk) afhonum
ætti að hanga á viðhafnarstað, t.d. í sam-
komuhúsi Seyðfirðinga. Þetta œtti að
athuga síðar. En ég get tekið undir með
þér heils hugar þegar þú segir í bréfi þínu:
17