Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 24
Múlaþing
þessa þjóðhátíð sem tileinkað væri Austur-
landi. Tíminn var orðinn afar stuttur til þess-
ara andlegu starfa. Fyrst þurfti að semja
ljóðið og síðan lagið og einhver tími myndi
fara í að æfa lagið til flutnings á hátíðinni.
Hvorki Sigurður né Ingi höfnuðu alfarið
þessari hugmynd og var hún þó vissulega
freistandi fyrir báða. Bara að tíminn væri
lengri til starfa, þá væri þetta auðsótt til þeirra
en svo var nú ekki. Það var aðeins tæp vika
til þjóðhátíðar. Sigurður og Ingi ræddu málið
sín á milli í skyndi, fóru svo á fund formanns
hátíðarnefndar, Sveins Arnasonar, yfir-
fiskmatsmanns, og töldu tímann of nauman.
En við svo búið varð að standa, tímanum var
ekki hægt að breyta úr því sem komið var.
Sagan segir að þá hafi nefndarformaður
brugðið á það ráð að heita þeim hvorum um
sig, Sigurði og Inga, 2 pelum af spíritus ef
þeir tækju verkið að sér, þó með þeim skil-
yrðum að þeir fengju annan pelann strax,
áður en þeir tækju til starfa en hinn að verki
loknu, ef það stæðist mat þar til kjörinnar
dómnefndar. Annar fyrirvari var sá að þegar
Sigurður hafði skilað ljóði sínu, og skyldi
hann gera það strax að verki loknu, þá átti
dómnefndin að fjalla um það hvort það
stæðist mat hennar til flutnings á hátíðunum
og ef svo yrði þá væri Inga strax tilkynnt það.
A þessi skilyrði féllust bæði skáldin. Þeir
hétu að reyna við verkefnið þó ekki vegna
pelanna heldur af áhuga. Nú þurfti að
bregðast skjótt við. Veðurblíða var um þessar
mundir. Strax eftir að samið var um tilraun-
ina, sem var seinni hluta mánudagsins 1.
ágúst, hélt Sigurður út á Háubakka svonefnda
sem eru milli Fjarðaröldu og Vestdalseyrar.
Hafði hann þá verið búinn að hugsa efnislega
um ljóðið eftir að beiðnin barst um samningu
þess. Hann tók með sér þann hluta skálda-
launanna sem greiddur var fyrir fram, segir
sagan. Úti á Háubökkum settist Sigurður
niður á blómum skrýddum bala, í logni og
sólskini. Við augum hans blasti Strandar-
tindur handan fjarðarins í allri sinni tign og
fram undan lá fjörðurinn spegilsléttur, í
glampandi sól og tignarleg umgerð fjalla
þessa veðursæla fjarðar, fjarðarmynnið og
hafið blátt, byggðin út með firðinum beggja
vegna að nokkm. Kaupstaðurinn handan
fjarðar, undan Strandartindi og Sölvabotnum,
svo og Fjarðaraldan undan Bjólfi við fjarðar-
botninn, Suðurfjallgarðurinn með Dagmála-
tindi og vestar Litlitindur, Gullþúfa, Mið-
degistindur, Nónstindur, Miðaftanstindur, allt
eyktamörk frá landnámsjörðinni Firði,
Fjallsendi, Gagnheiði og Fjarðardalur, svo
eitthvað sé nefnt. Allt þetta blasti við augum
skáldsins og meira til, hinir undraverðu
Þrítindar í Strandarfjalli utanverðu. Ekki má
gleyma hinum fögru fossum Fjarðarár sem
eru um 20 talsins frá Efri-Staf að Fjarðar-
selsfossi sem er neðsti fossinn í ánni. Fossar
þessir hafa óefað blasað við innri sjónum
skáldsins þegar hann orti ljóðið, ásamt öðrum
fossum Austurlands, þó ekki sæjust þeir allir
af Háubökkum. En nóg um náttúrulýsingu að
sinni. Sigurður lauk við ljóðið þennan eftir-
miðdag og skilaði því til dómnefndarinnar
sem strax dæmdi það fullgilt og fagurt
átthagaljóð.
Um kvöldmatarleytið, þann sama dag,
færði Sigurður Inga sín „Atthagaljóð“ sem
fullgild til flutnings á væntanlegri Austfjarða-
hátíð. Ingi las þegar ljóðið yfir öll erindin
fjögur, vel og vandlega og segir þá við
Sigurð:
„Eg verð víst að vanda mig núna við lagið
ef það á að hæfa ljóði þínu, Sigurður minn.
En ertu búinn úr pela þínum?“
„Nei, ekki alveg“, sagði Sigurður og rétti
Inga pelann sem enn var ósnertur.
„Hafðu þetta með ef þeir skyldu ekki
koma með pelann þinn í tæka tíð. Þó mér
þyki sopinn góður þorði ég ekki að þessu
sinni að gera honum þau skil sem ég annars
22