Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 30

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 30
Múlaþing Það var þá sem hann veiktist og lá alllengi á sjúkrahúsi. Það mun hafa verið vorið 1937 sem við Ingi áttum samtalið sem birt er hér að framan. Ekki náði Ingi fullri heilsu í þessari sjúkrahúsvist en hélt þó enn til starfa, að sögn Eiríks, og að þessu sinni til Akraness. Var hann þar hjá Haraldi Böðvarssyni einn vetur „jafnan lasinn'. Þar stjórnaði hann karlakór og mun hann hafa gert tvö sín síðustu lög. „Arið 1944 flytur hann mikið veikur til vina sinna á Vopnafirði og er þar á annað ár oft fárveikur, hjá þeim hjónunum Guðmundi og Katrínu. Þau hjón reyndust honum af- burða vel og veittu honum aðhlynningu í veikindum hans. “ Ingi andaðist á Vopnafirði 24. mars 1946, var þá 54 ára og 7 mánaða gamall. Hann var jarðsettur í Reykjavík samkvæmt eigin ósk. Utförin var gerð frá Dómkirkjunni og var útvarpað, svo sem þá var siður oft og einatt þegar um var beðið. Kista Inga var flutt með skipi frá Vopnafirði norður um land til Reykjavíkur. Þegar skipið kom til Akureyrar var kista hans tekin þar í land og fór þar fram kveðjuathöfn þessa tónsnillings sem átti hug og hjörtu allrar íslensku þjóðarinnar. Við kveðjuathöfnina söng kantötukór Akureyrar undir stjóm Björgvins Guðmundssonar, tón- skálds, sem fæddur var á Rjúpnafelli í Vopnafirði. Því miður er ekkert til hljóðritað af lögum Inga sem hann lék sjálfur í Ríkisútvarpið þegar hann varð fimmtugur 1942 og Þorsteinn Hannesson söng þau:. Því miður var ekki tækifæri til að hljóðrita lögin í hans eigin meðferð, því miður og má segja að þar hafi glatast dýrmætt tækifæri. Hér vil ég bæta orðrétt því sem Eiríkur Sigurðsson segir í þætti sínum: „Jón Þórarinsson tónskáld, hefur sagt mér að þarna í útvarpinu hafi hann hitt Inga í fyrsta og síðasta sinn. En áður hafði hann œft lag Inga „Nú andar suðrið“ með skólakór Menntaskólans á Akureyri. Hann fékk nóturnar hjá Jóni Vigfússyni söngstjóra á Seyðisfirði. Hafði hann breytt einni laglínu og spurði Inga að því hvernig á því stœði, að annar tenór hafi verið fyrir ofan fyrsta tenór á parti í laginu. Svaraði þá Ingi: „Hann Snorri bróðir minn hafði gaman af að hafa þetta svona. “ Bendir þetta til að stundum hagaði Ingi útsetningum laga sinna eftir kringumstæðum. Dr. Páll Isólfsson sagði í útvarpi að Ingi T. Lárusson hafi verið „sú lýriskasta sál sem hann hefði þekkt. Ýmsir hafa líkt honum við Schubert, svo léttar og fagrar eru melódíur hans.“ Þetta er fagur dómur og marktækur sem tónsnillingurinn Páll Isólfsson kvað upp þegar Inga T. Lárussonar var minnst í blöðum þegar hann lést og einn af bestu vinum hans, Sigurður Amgrímsson, orti eftir hann fögur eftirmæli. Þeir áttu á sínum tíma margar gleðistundir saman á Seyðisfirði. Lát Inga snart þennan vin hans, Sigurð, djúpt. Til þess að minnast vinarins fór Sigurður upp í Skíðaskálann í Hveradölum að hann sagði til að njóta sem best næðis við að yrkja kvæðið. Og ekki brást Sigurði snilldin fremur en endranær. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.