Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 35
Finnur N. Karlsson
Uppruni ormsins
í Lagarfljóti1
Lagarfljótsormurinn hefur verið
mönnum umhugsunarefni öldum
saman, trú á hann almenn lengi vel
og frægð hans mikil, innan lands og utan.
En hvenær varð til sú hugmynd að
Lagarfljót hýsi orm?
I kortabók Ortelíusar frá 1595 er latnesk
áletrun við Lagarfljót þar sem segir að í
vatninu sé ormur, hættulegur íbúunum og
birtist á undan stórtíðindum.2 Kortið er af
sérfræðingum talið verk Guðbrands biskups
Þorlákssonar.3 Þótt Guðbrandur sé höfund-
ur kortsins er ekki sjálfgefið að þessi
áletrun við Lagarfljót sé frá honum komin
því Ortelíus og samstarfsmenn hans hafa
lagt lokahönd á verkið, búið það til prentun-
ar og væntanlega aukið að einhverju marki.
Guðbrandur var án efa lærðastur allra 16.
aldar manna á Islandi og ein þeirra fræði-
Myndina hér til vinstri sendi Auður Guðjóhnsen,
Reykjavík, Egilsstaðabœ í samkeppni um mynd af
Lagarfljótsorminum 1997.
greina sem hann hafði óvenju mikla
þekkingu á var stjörnufræði. Hann reiknaði
fyrstur út hnattstöðu Islands, smíðaði
jarðarlíkan og himinhnött.4 Sé klausan á
Ortelíusarkortinu frá Guðbrandi komin,
sem líklegast verður að telja, er það mikil-
vægur vitnisburður um trú manna á orminn
og hefur kortið átt þátt í að breiða hana enn
frekar út. Raunar eru nægar heimildir aðrar
fyrir því að Lagarfljótsormurinn var um
aldamótin 1600 orðinn alþekktur og boðaði
illt ef hann sást. Nægir í því sambandi að
nefna skrif þeirra feðga, biskupanna Odds
Einarssonar og Gísla sonar hans, um svipað
leyti og kortabók Ortelíusar kom út.5
Heimildir um menn og málefni á Eljóts-
dalshéraði á söguöld verða að teljast allfjöl-
skrúðugar, hvað sem líður trúverðugleika
þeirra, og Lagarfljót ósjaldan nefnt. I
Hrafnkelssögu Freysgoða flæmist Hrafn-
kell frá Aðalbóli yfir í Fljótsdal. Þessum
flutningum l'ylgja trúskipti, Hrafnkell telur
^ Sjálfsagt er að geta þess að grein þessi er skrifuð í Kaupmannahöfn sl. sumar meðan ég naut styrks frá danska ríkinu til
að athuga handrit í Amasafni.
^Haraldur Sigurðsson: Kortasaga íslands. Frá lokum 16. aldar til 1845. Myndablað 1. Rvík 1978
■^Sama heimild, bls. 10. Sjá einnig: Þorvald Thoroddsen: Landfrœðisaga íslands. 1. bindi. Bls. 212. Reykjavík 1892-96.
^Landfrœðisagan, I. bindi, bls. 211.
^Oddur Einarsson: íslandslýsing. Reykjavík 1971. Gísli Oddsson: íslenszk annálabrot og Undur íslands. Akureyri MCMXLII.
33