Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 40
Múlaþing
í Náttúrufræðingnum birtist árið 1995
grein eftir tvo vísindamenn sem heitir:
„Gasið í Lagarfljóti“ og kemur ormurinn
talsvert við sögu. Þeir segja: „Gasið sem
myndast við rotnunina safnast sums staðar
saman af allstórum svœðum, streymir upp
um ákveðnar rásir og myndar nokkuð
stöðugar gaslindir. Annars staðar eru leir-
lögin ekki nægjanlega þétt til að safna gas-
inu saman í stórar lindir og streymir þá
gasið upp dreift á stóru svæði. Einnig getur
gasið lokast af í gildrum undir þéttum leir-
lögum og þegar gildran brestur nœr allmik-
ið gas að rísa til yfirborðs á skömmum
tíma. “20
Til að gas rífi sig upp úr svonefndum
gildrum hlýtur að þurfa þrýstingsbreytingu.
I fyrsta lagi má hugsa sér að gasið í gildr-
unni sé orðið það mikið að það rjúfi botn-
lögin. 1 öðru lagi er mögulegt að aukið farg
hafi sömu áhrif, t.d. vegna aurs sem sérstak-
lega berst í Fljótið með Jökulsá í Fljótsdal
(um 300 þúsund tonn á ári).21 I þriðja lagi
hefur verið bent á að ef öflugur jarðskjálfti
myndi ríða yfir Austurland gæti losnað gas
af botninum og „ormurinn“ farið á kreik. 22
Dyngjufjallagosið 1875 boðaði komu
sína með miklum jarðskjálftum viku fyrir
jólin 1874, bæði á Austurlandi en þó
sérstaklega Norðurlandi.23 Olíklegt er talið
að jörð hafi skolfið á Héraði24 en ef svo
hefur verið er næsta víst að það hafi haft
áhrif á gasið í Fljótinu. Vatnið hefur mjög
lrklega verið komið á ís og áhrifin e.t.v. ekki
sýnileg. Helst gætu hafa sést strókar upp
um sprungur og vakir þótt mér sé ekki
kunnugt um neinar heimildir um ókyrrð í
Fljótinu fyrir öskufall.
Öskufallið 1875 ógnaði byggð víða á
Austurlandi og átti þátt í því að fjöldi fólks sá
sér þann kost vænstan að flýja til Ameríku.
Þegar askan dundi yfir hefur það tæplega haft
nokkur áhrif á Fljótið fyrr en ísa leysti um
vorið og askan hrúgaðist í vatnið. Það er þá
sem líf færist í Lagarfljótskvikindi. Sigfús
Sigfússon segir í þjóðsögum sínum:
„Dyngjufjallagosið 1875 bindur að heita
má enda á uppivöðu þessara skrímsla í
Lagarfljóti því þá bárust forógnin öll með
vötnum fyrir utan það sem féll og fauk í
fljótið af ösku. Halda menn að það hafi fælt
burtu ókindur þessar, allténd sumt af þeim,
enda þóttust margir það vel skynbærir menn
sjá mörgu kynlegu bregða fyrir þegar fljótið
losnaði um vorið.“25
Síðan segir hann frá sýnum manna frá
Hreiðarsstöðum en þar eru einmitt þekktustu
gaslindimar.
í Glettingi, l.árg. 2. tbl. 1991, birtist frá-
sögn Péturs Sveinssonar af þessum sömu
fjörbrotum í Fljótinu vorið 1875:
„Þegar jeg var á uppleið kom jeg við á
Hreiðarsstöðum, og varfleira affólkinu úti á
hlaði og sýndist mjer einhvörn veginn flótta-
legt, og horfði stöðugt austur á Fljót, svo jeg
fer að spyrja hvað því valdi.
Oddur bóndi seigir mjer þá, að það hafi
geingið mikið á í morgun í Fljótinu. Það hafi
einhvör óskapa skjepna verið að brjótast um
í Þolleifarárvíkinni í morgun, sem það viti
ekki hvað sje. Svo hafi það tekið rás út og
austurFljót, að Grímsárósum, og komið hingað
2^Halldór Ármannsson og Sigmundur Einarsson: "Gasið í Lagarfljóti". NáttúrufrœSingurinn, 64. árg. 4. hefti 1995. Bls. 279.
Reykjavík 1995.
2*Sama heimild, bls. 274.
^Sama heimild, bls. 277.
2^Sbr. Agnar Hallgrímsson: "Öskjugosið mikla árið 1875 og afleiðingar þess". Múlaþing , 5. hefti 1970. Bls. 3 til 87.
24 Páll Einarsson: Úr bréfi til greinarhöfundar dags. 27.8.1998.
25 íslenskar þjóðsögur og sagnir. 2. útg. IV. bindi. Bls. 159. Reykjavík 1982.
38