Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 48
Múlaþing
Vetrarbrim fyrir utan Neskaupstað.
1912 gekk hann að eiga Katrínu Málfríði
Arngrímsdóttur. Hún var fædd 22. desem-
ber 1884, austfirsk að ætt, dáin 1. septem-
ber 1964.
Málfríður og Björn eignuðust fjögur
börn. Elstur var Björn, kaupmaður í Nes-
kaupstað, þá Ari, rennismiður í Reykjavík,
Jóhanna, fulltrúi og húsmóðir í Reykjavík,
og Steinar, lyfsali á Neskaupstað.
Björn eignaðist þrjú börn utan hjóna-
bands. Steingerði sem ólst upp hjá föður
sínum frá fjögra ára aldri, dó 15 ára gömul
1926, Þorstein Erling raffræðing í Reykja-
vík og Agúst Blöndal vélstjóra í Neskaup-
stað.
Björn Björnsson ílentist ekki á
Seyðisfirði. Yeturinn 1913-14 vann hann á
Djúpavogi og hélt síðan til Norðfjarðar um
vorið. Norðfjörður, seinna Neskaupstaður,
varð starfsvettvangur hans þriðjung aldar.
í fyrstu réðst Björn til Konráðs Hjálm-
arssonar kaupmanns og vann við verslun
hans innanbúðarmaður í fimm ár. En 1919
keypti hann hús af Jóni Isfeld veitinga-
manni, stofnaði eigin verslun og byrjaði
veitingasölu þar sem heitir Bár í Norðfirði.
Fáum árum seinna hætti Björn veitinga-
rekstri í Bár og flutti verslun sína og heim-
ili þeirra hjóna að Bakka, nú Egilsbraut 19.
A Bakka stóð síðan heimili Björns og versl-
unarrekstur óslitið þar til hann seldi Bimi
syni sínum verslunina í árslok 1944.
Þegar Bjöm og Málfríður settust að á
Norðfirði var það enn kappsmál hverri fjöl-
46