Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 51
Björn Björnsson
Frá Mjóafirði.
til Reykjavíkur, sumarið 1948, ræddi Valtýr
Stefánsson ritstjóri við hann heima hjá
Finni Guðmundssyni, náttúrufræðingi, sem
einnig lagði orð í belg. En þetta viðtal gefur
glögga vísbendingu um verklag Bjöms við
einhvern stærsta þáttinn í myndiðju hans.
Finnur hafði sagt Valtý að Björn „ætti
feikn af fágætum og ágætum fuglamyndum,
og hefði lagt í það óhemju vinnu að afla sér
þessara mynda.“ Og enn fremur sagði
Finnur að „þegar sá tími kemur á vorin, að
fuglarnir fara að undirbúa hreiður sín,
yfirgefur Björn kaupmaður á Norðfirði búð
sína og störf og leggst út til að taka myndir
af fuglalífi landsins.“
Finnur Guðmundsson sagði einnig að
sér skildist að Björn hefði þá þegar komið
sér upp myndasamstæðum af 35 fuglateg-
undum af 70 sem hér verpi. Og benti
sérstakalega á myndir af himbrima, „stygg-
asta fuglinum", sem Björn hefði tekið af
undra stuttu færi. - Og Valtýr skrifar:
„Þarna voru myndir af þessum skemmti-
lega fugli í öllum stellingum, þar sem hann
var að athafna sig við hreiður sitt, hagræða
eggjunum, eða snurfusa sig til, eftir að hann
kom af sundinu. Svo það leyndi sér ekki,
að ef Bjöm einhvem tíma gefur út úrval af
þessum myndum sínum, á hann að kalla
það: Úr heimilislífi fuglanna.“
Valtýr spurði Björn hvað tæki hann
langan tíma að ná einni „samstæðu". Og
Bjöm svaraði:
„Það er ákaflega mismunandi, eftir því
hvað fuglinn er styggur og eftir því hve
heppinn ég er. Stystan tíma hefur það tekið
49