Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 58
Múlaþing
Sjálfsmynd frá árinu 1959.
hann þá gæti látið í té. Reyndust þær lið-
lega þrjátíu talsins.
Fagrar ljósmyndir gleðja augað. Séu
þær af störfum fólks og mannvirkjum þess,
gróðri, veðrabrigðum og öðru forgengilegu
eða breytingum háðu, eru þær fyrr en
nokkurn varir orðnar heimildir sem miklu
skiptir að varðveita af þeim sökum. Til þess
Á opnunni hér á undan er mynd af Oddi Guð-
mundssyni og Magnússínu Magnúsdóttir í Neskaup-
stað. Myndin af Magnússínu er tekin árið 1941.
bendir meðal annars að naum-
ast er rituð og birt svo frásögn
úr Norðfirði, frá þeim tíma sem
Bjöm gekk þar um garða, að
ekki sé gripið til mynda hans
hinum ritaða texta til fyllingar
og áherslu. Og af mér og
mínum skrifum frá nálægum
slóðum er, að breyttu breyt-
anda, alveg sömu sögu að segja.
Þau skrif mörg hver hefðu orðið
stórum snautlegri án myndanna
hans.
Björn Bjömsson lét eftir sig
feikna mikið safn af filmum,
svart - hvítum og í lit, nei-
kvæðum filmum og jákvæðum,
og bjó vel um eftir því sem
aðstæður frekast leyfðu. Film-
um þeim sem hann tók á Norð-
firði hefur verið ráðstafað til
Skjala- og myndasafns Nes-
kaupstaðar. Stærstur hluti
filmusafnsins er í vörslu erf-
ingja sem hyggja á örugga
varðveislu þess mikla og merka
menningararfs.
Björn Björnsson var löngum
heilsuhraustur. Hann lifði langa
ævi og starfsama. Það var fengur að kynn-
ast honum og arfleifð hans er dýrmæt.
Hann andaðist í Reykjavík 24. desember
1977, á 89. aldursári.
Heimildir
Valtýr Stefánsson: Menn og minningar.
Reykjavík 1949.
Björn Björnsson Hallormsstað og
Jóhanna Björnsdóttir Reykjavík: Skriflegar
upplýsingar (ópr.) og munnlegar frásagnir.
56