Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 60
Múlaþing
Nicoline Marie Elise Weywadt, 18 ára gönud, við fyrstu saumavél-
ina á Austurlandi (úr Iðnsögu Austurlands, síðari hluta).
Ljósm: Þjóðminjasafn Islands. Ljósmyndari J. Holm-Hansen.
Skírnarkjóllinn var síðast notaður þegar
Olafur Þorsteinsson var skírður en hann
var barnabarnabarn Ónnu Kristínar
Aradóttur og Þorsteins Stefánssonar.”1
Þessi saga og gæði kjólsins gefa tilefni
til að skyggnst sé nokkuð inn í líf sauma-
konunnar. Smári Geirsson rekur feril
Nicoline og bakgrunn í kafla í bókinni
Iðnsögu Austurlands, síðara hluta. Sama
gerir Inga Lára Baldvinsdóttir
í sýningarskrá vegna sýningar
á verkum Nicoline og systur-
dóttur hennar, Hansínu
Björnsdóttur ljósmyndara, í
Bogasal Þjóðminjasafnsins
1982. Hér er stuðst við það
sem þar kemur fram.
Nicoline Marie Elise
Weywadt fæddist á Djúpa-
vogi 5. febrúar 1848. For-
eldrar hennar voru Peter Emil
Weywadt, faktor við verslun
Örum og Wulff, og Sophie
Brochdorf. Heimili faktors-
hjónanna var í hringiðu
mannlífs á viðburðaríku
skeiði í austfirskri byggða-
sögu. Inn á heimilið bárust
erlendir straumar og ýmsum
nýjungum var þar vel tekið.
Athyglisvert er, í því sam-
hengi sem þetta er ritað, að
fyrsta saumavélin sem barst
til Austurlands er talin hafa
komið á heimili Weywadt-
hjónanna. Ljósmyndin sem
hér er birt sýnir Nicoline sitj-
andi með saumavélina sér við
hlið. Myndina tók danskur
ferðamaður, Johan Holm-
Hansen að nafni, árið 1866. Það má leiða
líkur að því að skímarkjóllinn, sem Minja-
safnið varðveitir nú, sé saumaður á fyrstu
saumavélina á Austurlandi.
Nýjung var það einnig á þessum ámm að
stúlkur gengju menntaveginn. Faktor
Weywadt sendi tvær dætur sínar til náms í
Danmörku, ekki á húsmæðraskóla heldur í
iðnnám. Arin 1871-1872 dvaldi Nicoline í
Kaupmannahöfn og lærði ljósmyndun, fyrst
* Anna Þóra Ámadóttir. Gjafabréf rncð skírnarkjól, dagsett 23. ágúst '98. Minjasafn Austurlands, MA128/1998.
58