Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 63
Þorgeir Guðmundsson:
Ferðir Þangbrands um
Alftafjörð
Nú þegar þúsund ára afmæli kristni-
töku á íslandi nálgast, er eðlilegt að
menn velti fyrir sér ýmsum vafa-
atriðum sem fram koma í frásögnum í
Kristnisögu og Njálu um fyrstu ferð
Þangbrands prests til Austfjarða árið 997.
Vitað er að söguritari er ekki hinn sami að
báðum bókunum og er því ekkert óeðlilegt
þótt nokkuð beri á milli
Margt hefur verið rætt og ritað urn þetta,
án þess að viðhlítandi svör fyndust eða
skýringar á því sem á milli ber. Eitt af því er
hvort „Selavogar" í sunnanverðum Ham-
arsfirði, sem sagt er frá í Kristnisögu, séu
þar eða annars staðar við þann fjörð..
Enginn vogar sér að bera brigður á það
sem í bókunum stendur. En menn leita
skýringa.
Kristian Kálund velti þessu fyrir sér
þegar hann var þarna á ferð, án þess að
komast að niðurstöðu. Hann afskrifar
raunverulega að Selavoga sé að finna í
Hamarsfirði.
Vegna kunnugleika á staðháttum og
örnefnum, í landi Melrakkaness, sem skilur
Mynni Múiladals og Álftafjörður 5. júlí 1993.
Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.
að Álftafjörð og Hamarsfjörð, hef ég leitað
svara við því sem á milli ber.
Til að átta okkur á umhverfi í þessurn
tveim fjörðum og hvernig menn skiptu með
sér löndum í upphafi byggðar, skulum við
fletta upp í Landnámu.
1.) „Björn Sviðinhorni hét maðr, er
nam Alftafjörð in nyrðra inn frá
Rauðuskriðum ok Sviðinhornadal. “
2. ) „Þorsteinn Trumbubein hét frœndi
Böðvars ins hvíta ok fór með honum til
Islands. Hann nam landfyrir úitan Leiruvág
til Hvalnesskriðna. “
3. ) „Böðvarr inn hvíti ok Brand-
Onundr, frœndi hans, fóru af Vors til
Islands ok kómu í Alftafjörð in syðra.
Böðvarr nam land inn frá Leiruvági, dali
þá alla, er þar liggja, ok út öðrumegin til
Múla ok bjó at Hofi. Hann reisti þar hof
mikit. “
4.) „Brand-Onundr nam land fyrir
norðan Múla-Kambsdal ok Melrakkanes ok
inn til Hamarsár, ok er margt manna frá
honum komit.“ (Landnamabók, 7. kafli
Austfirðingafjórðungs).
Samkvæmt því sem segir um landnám í
Álftafirði, þar sem talað er um „Álftafjörð
61