Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 65
Ferðir Þangbrands um Álftafjörð
Af orðalagi Landnámu er óljóst hvemig
Böðvar hvíti og Brand-Önundur, skiptu með
sér löndum. Nafnið Múla-Kambsdalur er
greinilega sett saman úr tveim nöfnum;
dalurinn sunnan ár dregur nafn af múlanum
en norðan ár af Kambfelli og Kambgili.
Þessum tveim nöfnum er síðan slegið
saman, svo úr varð Múla-Kambsdalur, sem
síðar breyttist í Geithellnadal. En dalurinn
sunnan ár heldur sínu upphaflega nafni,
Múladalur.
Þá er að líta á hið óljósa orðalag sögunnar
um landnám Brand-Önundar, þar sem segir
,,...nam allt land fyrir norðan Múla-
Kambsdal ok inn til Hamarsár. “
Þetta orðalag er tæplega hægt að skilja á
annan veg en þann að hann nemi land norðan
Geithellnaár.
Á sama hátt eru allar líkur til þess að
Hamarsdalur sunnan ár (Bragðavalladalur)
hafi tilheyrt landnámi Brand-Önundar. Áin
heitir þá þegar Hamarsá. Ekki er vitað hvar
Brand-Önundur bjó, en annaðhvort hefur
það verið á Geithellum eða Melrakkanesi.
ArbókF.Í. 1955 ritar próf. Stefán Einars-
son. Hann veltir þessu fyrir sér og kemst að
efti rfarandi niðurstöðu: ,,Ekki er ólíklegt, að
Brand-Onundur hafi búið á Melrakkanesi,
því að þar hefur þá verið veiðiskapur, selver
°g eggver, fiskur gengið í flóann, og
Alftafjörður verið allur dýpri en nú, eins og
ráða má afþví, að Þangbrandur siglir skipi
sínu íLeiruvog,þ.e. inn ífjarðarbotn.“
Það fer líkt fyrir próf. Stefáni Einarssyni
og öðrum er um þetta mál hafa fjallað við leit
að Selavogum norðan Melrakkaness, við
Hamarsfjörð. Hann finnur hvorki víkur né
voga, sem heimfæra megi söguna á.
Þess ber líka að geta, að á allri leiðinni frá
Melrakkanesbæjunum til Hamars fyrir botni
Hamarsfjarðar var engin byggð á þeim tíma.
Á Melrakkanesi hafa að öllum líkindum
búið afkomendur Brand-Önundar (,,ok er
margt manna frá honum komit.“) þegar
Þangbrandur var þarna á ferð.
Enginn veit með vissu hvar Björn
sviðinhomi bjó, en vegna staðhátta kemur
vart annar staður til greina en þar sem bærinn
er, undir hamrinum, sem bæði hann og áin
hafa frá upphafi dregið nafn af og síðar
fjörðurinn og dalurinn
Ekki eru mér kunnar heimildir fyrir nafni
Hamarsfjarðar fyrr en 1367 (Fornbréfasafn).
Þar er talað urn „kirkju á Hálsi í Hamars-
firði“ í kirknatali Páls biskups Jónssonar, frá
því um 1200, er sagt frá kirkju á Hálsi í
Álftafirði eystri, og hún kennd við Andrés
postula.
I Tyrkjaránssögu 1626 er sagt að
ræningjamir leggi leið sína inn með Ham-
arsfirði, með viðkomu á prestsetrinu Hálsi
og síðan á Hamri. Ekki er minnst á Álftafjörð
í þessum frásögnum.
Fyrsta almenna manntalið á Islandi er frá
1703. Þar er hreppurinn kallaður „Álfta-
fjarðarhreppur“ Ekki er minnst á Hamars-
fjörð en talað um „syðra“ og „austara“
Álftafjörð.
Því virðist sem hið upphaflega nafn
Álftafjörður, nyrðri (eystri) sé lagt niður fyrir
1367. En það situr áfram í kirkjubókum,
almennri notkun og hefð í fjórar til fimm
aldir eftir það.
Þegar Sveinn Pálsson ferðast um þessar
slóðir í ágústmánuði 1794, talar hann um
„Hamarsfjörð“ þegar hann ræðir um sér-
kenni landslagsins eða jurtir og steina. En
skoðum dæmi: „Sín kirkjusóknin er í hvorum
hinna tveggja Alftafjarða: Þvottá fyrrum og
síðan Hof í hinum syðri, en Háls í hinum
nyrðri.“ Og til gamans að geta: „Fólkið
virðist siðprúðara, laglegra og hreinlegra,
en jafnframt veikbyggðara í þessum sveitum
heldur en í Lóninu og Hornafirði. “
Og Olavíus hefur þetta að segja: „Fyrir
mynni Hamarsfjarðar liggur sandrif sem
63