Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 66
Múlaþing
Þangbrandsbryggja undir Kjölfjalli. Þar á Þangbrandur að hafa lagt skipi sínu. Ljósm. Unnþór Snœbjörnsson
nœr hér um bilfrá Melrakkanesi, sem skilur
milli hans og Alftafjarðar, og yfir að
Búlandsnesi. A sarna hátt er Alftafirði lokað
afrifi, sem nærfrá Hamarsfjarðarrifinu og
suður undir Þvottá. Tvö hlið eru á rifi
þessu, Melrakkanesós að norðanverðu,
(það er nœr austurátt) hann er hœttulegur
umferðar, þegar brim er, og ós við svonefnt
Þvottárnes.“ „Alftafjörður er einungis 1
og lh míla á lengd og rösklega míla á
breidd. “
í sóknarlýsingu er ætíð talað um Suður-
Álftafjörð og Hamarsfjörð.
Kristnisaga Kristniboð Þangbrands
„Þat sumar fór Þangbrandr til Islands.
Hann kom í Alftafjörð inn nyrðra í
Selavoga fyrir norðan Melrakkanes. En er
menn vissu, at Þangbrandr var kristinn ok
hans menn, þá vildu þeir eigi við þá mœla,
landsmennirnir, ok eigi vísa þeim til hafnar.
Þá bjó Síðu-Hallr at A. Hann fór til
Fljótsdals, ok er hann kom heim, fór
Þangbrandr atfinna hann ok sagði honum,
at Olafr konungr hafði sendan hann til
Halls, ef hann kæmi í Austfjörðu, ok bað
hann vísa þeim til hafnar ok veita þeim
annan dugnað, þann er þeir þurftu. Hallr
lét flytja þá til Alftafjarðar ins syðra í
Leiruvág ok setti upp skip þeirra þar, er nú
heitir Þangbrandshróf “
Af framanskráðu sést að það er enginn
vafi á því, að Hamarsfjörður hefur í upphafi
verið kallaður Álftafjörður nyrðri og svo
verið fram á 14. öld.
Eftir stendur þá að finna hina týndu
„Selavoga“. Mér vitanlega hafa engin
sellátur verið við Hamarsfjörð, að minsta
kosti ekki sunnanverðum.
Selatangi og Selatangavík
Eins og fram hefur komið eru engar
víkur né vogar Hamarsfjarðarmegin á
nesinu. Norðurhluti Álftafjarðar fyrir landi
64