Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 67
Ferðir Þangbrands um Álftafjörð
Séð í enda Þangbrandsbryggju. Preststeinsbali þarfyrir ofan.
Melrakkaness er aftur á móti mikið
vogskorinn, þegar kemur vestur fyrir
áðurnefnt Ósnes. Mikið er af sel í þeim
hluta fjarðarins og hefur eflaust alltaf verið.
Mikið sellátur er norðan á Brimilsnesi, og
dregur það eflaust nafn af því. Það tilheyrir
jörðinni Hofi. Norðaustur af Brimilsnesi er
Skeljateigur. Þar er sellátur sem tilheyrir
Geithellum. Suður í firðinum eru eða voru
eyrar sem komu upp úr á fjöru og milli
þeirra djúpir álar, sem hétu Þrúðarkíll og
Norðkambsáll. Þama voru sellátur þeirra á
Melrakkanesi. Vestan við Ósnes er Ósnes-
vík, þar næst kemur Selatangi, og Sela-
tangavík. A Selatanga er fornt bátsnaust.
Sagt var að þar hefði verið sellátur áður
fyrr, en selurinn sennilega verið flæmdur
burt með skotveiði. Nokkru vestar er
Hafnartangi. Austanvert í hann er lítil
skjólgóð vík, þar sem Melrakkanesbændur
geymdu báta sína. Um 1 km vestar eru
Blábjörg, sem skaga lengra út í fjörðinn. Ut
af þeirn eru Stekkárhnaggar og Kjöggur,
Ljósm. Unnþór Snœbjörnsson
sérstakur kambur stendur hann einn sér upp
úr firðinum. Við hnaggana eru selalátur sem
tilheyra Geithellum.
Selveiði var allmikið stunduð í firðinum
öll þau ár sem ég var að alast upp á Mel-
rakkanesi, og reyndar miklu lengur, eða
svo lengi sem það var arðvænlegt.
Þegar við höfum skoðað þetta allt í
samhengi, finnst mér varla nokkur vafi á,
að þarna fyrir landi Melrakkaness í
Alftafirði séu þeir Selavogar sem sagt er frá
í Kristnisögu.
Annað eins hefur nú gerst í þúsund ára
sögu okkar lands hvað örnefni snertir og
það að vogar breyttust í víkur og tanga.
Ekki er langt að leita hliðstæðs dæmis.
Lítil á eða lækur skilur lönd Melrakkaness
og Bragðavalla og kölluð Hnarhúsaá eða
Hnarósaá. Menn hafa reynt að finna
viðunandi skýringu, sem sagt þá að þarna
hafi einhvern tíma verið rennt knerri að
landi og árósinn því fengið nafnið
„Knararós“, „Knararóssá.“ Úti fyrir Bú-
65