Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 68
Múlaþing
Ósvík, þar sem getið er um í greininni, var þar sem vegur liggur upp milli kletta.
Ljósm. Unnþór Snœbjörnsson
landseyjum er Knararsund samkvæmt korti
og Knararsundsfles (sr. Jón Bergsson, skrif-
ar „Hnarasund“ og ,,Hnarasundsboðu“). Sjá
kort.
Vel má til sanns vegar færa að víkurnar
sem eru fyrir neðan bæ á Melrakkanesi séu
norðan eða norðanvert við nesið, eins og ef
þær væru í Hamarsfirði.
Síðan er spumingin hvað söguritarinn
frægi, Ari Þorgilsson fróði, var kunnugur
staðháttum í hinum tveim Álftafjörðum,
sem þá voru kallaðir svo.
Hafa ber líka í huga að hartnær tvö
hundruð ár liðu frá því er atburðir gerðust,
þar til sögumar voru ritaðar.
Njálssaga. Útkváma Þangbrands
,,Þetta it sama haust kom út skip austr í
fjörðum í Berufirði, þar sem heitir Gauta-
vík. Hét Þangbrandr stýrimaðr. Hann var
sonr Vilbaldrs greifa ór Saxlandi. Þang-
brandr var sendr út hingað afOlafi konungi
Tryggvasyni at bjóða trú. Með honumfór sá
maðr íslenkr, er Guðleifr hét. Hann var
sonr Ara Mássonar. - Guðleifr var víga-
maðr mikill ok manna hraustastr ok
harðgerr í öllu“ (Guðleifur virðist hafa
verið fylgdarmaður Þangbrands í öllum
hans ferðum um landið).
„Bræðr tveir bjuggu á Bernesi. - Þeir
lögðu til fund ok bönnuðu mönnum at eiga
kaup við þá. Þetta spurði Hallr af Síðu.
Hann bjó at Þváttá í Álftafirði. Hann reið til
skips við þrjá tigu manna.
Hann ferr þegar á fund Þangbrands ok
mœlti til hans: „Gengr ekki mjök kaupin?“
Hann sagði, at svá var. „Nú vil ek segja þér
mitt erindi, “segir Hallr, „at ek vil bjóða yðr
öllum heim til mín ok hœtta á, hvárt ek geta