Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 69
Ferðir Þangbrands um Álftafjörð
Gautavík við Berufjörð. Ljósm. Unnþór Snœbjörnsson
keypt fyrir yðr“. Þangbrandr þakkaði hon-
um okfórþangat. “
Þá er að gera sér grein fyrir atburða-
rásinni hjá Þangbrandi, þegar hann kemur til
Islands. Ætlum að báðir höfundar hafi nokk-
uð til síns máls. Kristnisaga segir hann koma
í Selavoga fyrir norðan Melrakkanes.
Njálssaga segir að hann komi til Gautavíkur.
Báðum ber saman um að Síðu-Hallur
taki vel á móti Þangbrandi og bjóði honum
heim til sín að Þvottá. Frásögn Njálu er þó
nokkuð ítarlegri.
Einhver tilgangur hlýtur að vera með því
að tilgreina Guðleif, fylgdamann Þang-
brands. Sennilegt er að hann hafi verið
kunnugur siglingaleiðum og staðháttum, og
getað brugðið brandi, ef á þyrfti að halda.
Alla vega reyndist það svo, því samkvæmt
sögunum höfðu þeir félagar Þangbrandur og
Guðleifur, fjögur víg á samviskunni þegar
þeir snúa til baka til Niðaróss, síðsumars
999. Eins og sagt væri á nútímamáli, bæði
lóðs og lífvörður.
Ályktun mín er þessi: Þeir sigla fyrst til
Gautavíkur. Þangað var þá orðin kunn leið
og auðrötuð. Þeir fá heldur fúlar viðtökur hjá
Strandamönnum. Njássaga segir Hall mæta
með þrjátíu manna lið, svo að nokkurs hefur
honum þótt við þurfa. Hann vísar þeim leið
um sundin fram hjá Búlandseyjum, inn til
Álftafjarðar nyrðra, vestur fyrir Melrakkanes
til Selavoga fyrir sunnan bæ á Melrakkanesi
og segir þeim að bíða sín þar. Næsta líklegt
er að á Melrakkanesi hafi búið afkomendur
Brand-Önundar, frændur og vinir Síðu-
Halls. Hann leiðbeinir þeim síðan áfram
suður fyrir Brimilsnes til Leiruvogs.
Álftafjörður hefur á tímum landnáms
ekki síður verið fagur og friðsæll en hann er
nú. Fjallahringurinn formfagur frá hvaða
sjónarhomi sem séð er, ekki síst þegar komið
er af hafi. Þá, sem nú, hafa blasað við blóm-
legar sveitir og dalir, eyjar, hólmar og fjörð-
urinn sjálfur iðandi af lífi, sannkölluð matar-
kista.
,,Til illsfórum vér um góð héruð, er vér
skulum byggja útnes þetta,“ á Karli þræll
Ingólfs að hafa sagt. Skyldi hann hafa verið
67