Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 71

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 71
Ferðir Þangbrands um Álftafjörð í þessum þætti um ferðir Þangbrands eru komin fram þrjú örnefni sem gætu verið tengd ferðunr Þangbrands, og eru öll nálægt þeim stöðum þar sem hann hafði viðkomu, en það eru Krossanes, Krossvík og Krosshóll. Ekki er ólíklegt að þar hafi Þangbrandur reist Kross, og þar með helgað guði staðinn, til mótvægis við hörga, sem þar hafi verið fyrir. I Kristni sögu segir að Þangbrandur hrekist vestur með landi og taki land í Hítará. Þar taki skip hans út og brotni en verið bætt aftur. Sú frásögn er sögð komin úr Hauksbók, rituð af Styrmi fróða. Utfjarðarmegin Alftafjarðar, fyrir innan Oseyjar, er hólmi nefndur Skipmanna- hólmi. Hann var áður umflotinn, en er fyrir löngu á þurru landi eða réttara sagt ægissandi. Líklega er nafnið dregið af róðrarskipum. Sr. Jón Bergsson skrifar um hvað fjörðurinn grynnist ört og tekur dæmi: ,,Líklega er Skipmannahólmi nú á þurru hvar líklega fyrrmeir hefur verið skipa- uppsátur og alldjúpt við. “ Hann tekur annað dæmi: „Ei þarf heldur lengra að rekja en til þeirrar tíðar á hvörri elstu menn nú eru uppi að Þvottáreyjar, einkum með tilliti til grunnsins, eru mjög svo umbreittar orðnar þannig að nú má svo nœr allstaðar þurrum fótum ganga um fjörutímann hvar áður liggja mátti með þilju skip. “ Hofshólmar Næst norðan Flugustaðaklifs eru Flugu- staðaengjar, síðan Hofsá og Hofsárhólmar, þar sem áin kvíslast út í fjörðinn. I Þorsteinssögu Síðu-Hallssonar (bls. 400) segir að hann geymi þar langskip, sem hann reri á þegar hann fór til fundar við Þórhadd fyrrurn granna sinn og syni hans austur á Berufjarðarströnd: „...Þann dag var ofviðri mikit. Þorsteinn tók öxarnar ok jafnvætti í hendi sér, ok var Þiðrandanautr þyngri, ok þótti honum ekki þó þess ván. Síðan bjóst hann tilferðar ok stígr áferju, fóru til Hofshólma ok tóku þar langskip gott ok reru út úr Alftafirði snemma of morgin. Þeir váru átján saman okfóru svá norðr til Landsness“ (Búlandsness). Ef taka á frásögn þessa bókstaflega verður hún vart skilin á annan veg en að fjörður, eða fjarðarræma, þar sem áin er nú, hafi þá náð alla leið inn til bæjar á Hofi. Þ. Thoroddssen: Ferðabók I. 1882: „Við Alftafjörð sjást nokkrar fornar sœvarmenjar, bœði fjöruborð og hellar brimbarðir, nokkuð yfir sævarmáli:" Páll Imsland jarðfræðingur hefur fylgst með stöðu sjávar við Hornafjörð, frá því um 1950. Páll telur að miðað við þær niðurstöður sem hann hafi fengið út úr þeim rannsóknum, þá hafi landris orðið um 2 sm á ári, eða um lm sl. 50 ár. Hann telur þó að landris við Alftafjörð sé eitthvað minna. Páll segir að engin leið sé að vita hver staða sjávar hafi verið á tímum landnáms, en þó sé hægt að fullyrða að slík hröð þróun og síðustu 50-60 ára, geti engan veginn hafa verið frá þeim tíma. Hvað hæð sjávar snertir inn á Álftafirði verður hún lægri eftir að syðri ósarnir, þ.e. við óseyjar og Þvottárnes hafa lokast og inn og útstreymi fjarðanna er aðeins um Melrakkanesós. Hofsá og Geithellnaá eiga einnig sinn þátt í grynkun fjarðarins sem og að fylla upp sína eigin farvegi, frá því er þær voru jökulár. Olavíus segir þetta um Hofsá: „Fyrir ofan byggðina liggur Hofsjökull, sem er enn stærri og herfilegri en Þrándarjökull. Undan honum rennur Hofsá, vatnsmikil jökulá; fellur hún í tveimur kvíslum eftir eystri og syðri Hofsdal. Mér var tjáð, að áin hefði breytt ósi sínum fyrir skömmu, og rynni hún nú austar til sjávar en áður var. Farvegs- 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.