Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 76
Múlaþing
Við Eyjabakkakofa 29. júlí 1935. Frá vinstri: Magnús Björnsson, Finnur
Jónsson, Pálmi Hannesson, Steindór Steindórsson, Johannes Gr0ntved,
Sigurður Þórarinsson, Ingólfur Davíðsson og Sigurður frá Brún.
Ljósm. Ingólfur Davíðsson.
eins og hin mörgu sauða-ömefni gefa til kynna.
Munu þeir sömu bændur þá hafa þurft að inna
af hendi fjallskil á afréttunum og sjá um
refaeyðingu þar.
Þó merkilegt megi virðast, voru engin
heildarlög um fjallskil sett hér á landi fyrr en
árið 1969' en ýmis ákvæði vom í fomum
lögum (Jónsbók) varðandi einstök atriði, og
þessi mál virðast snemma hafa komist í umsjón
hreppanna að meira eða minna leyti. Þó er
hvergi getið kofabygginga í þessum fomu
lagabrotum. Virðast kofar því hafa verið alfarið
á ábyrgð og kostnað eigenda afréttanna, ef þeir
vom til á annað borð.
Elsta reglugerð um fjallgöngur í Fljótsdal,
sem mér er kunnugt um, er frá árinu 1864
(„Reglur. Til samþiktar um Fjallgaungur í
Fljótsdalshrepp“), undirrituð 18. des. það ár, af
Þ. Jónssyni, A. Kerúlf og S. Stefanssyni. Þar er
kveðið á um hvenær göngur skuli hefjast,
hversu marga menn bændur skuli leggja til
gangna, og mörkum afréttarsvæða hreppsins
lýst, en þau em Ranaafrétt, Fellnaafrétt, Múla-
afrétt og Suðwfell (Vesturöræfi em ekki talin
með afréttum hreppsins).
Hvergi er þar minnst á
gangnakofa, en í fyrstu
grein segir: „Skulu allir þeir
sem tjallskil eiga að gjöra
láta, vera til staðar árla
morguns þann dag á þeim
stað, sem tiltekinn er að
leitir skuli byija á hvurja
afrétt.“ Bendir það orðalag
til að kofar hafi verið komn-
ir á þær afréttir er fjærst
liggja byggð.2
Árið 1872 gáfu stjómvöld
út Tilskipun um sveitar-
stjórn á Islandi3 þar sem
m.a. er kveðið á um kosn-
ingu hreppsstjóma. I þessari
tilskipun er sýslunefndum
falið það hlutverk að semja reglugerðir um
notkun afrétta, fjallskil, refaveiðar o. fl.
Samkvæmt lögum frá 22. mars 1890, urðu
reglugerðir þessar að vera löggiltar af stjóm-
völdum (Amtsráðum) og vom síðan birtar í
Stjómartíðindum (B-deild).4 Birtist sltk
reglugerð fyrir Norður-Múlasýslu árið 1893,
og öðlaðist gildi 1. jan. 1894.1 3. grein segir:
„Hver ábúandi er skyldur að reka geldfé
sitt og lömb, og þeirra er hjá honum eiga fje, á
einhvern sveitarafrjett, eftil er, ellegar í afrjett
annara sveita,þar er hann geturfengið leyfi til.
Sekt varðar, ef hann sleppir geldfje sínu eða
lömbum í heimalandi í óleyfr nágranna sinna. “
Þeir sem ekki geta útvegað sér afréttir
verða að „segja til hreppsnefnd, og skora á
hana að útvega sér afr'étt. Skyldur er ábúandi
að reka á afrétt sem hannfœr, þó að meira sé
en þingmannaleið til hennar, allt að l1/2 þing-
mannaleið.“ (4. grein). (Þingmannaleið var
talin 37,5 km).
Þó að þessum ströngu ákvæðum hafi
74